Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?

Árni Helgason

Í þjóðarétti er það meginregla í samskiptum ríkja að ekkert ríki hefur lögsögu yfir öðru. Í því felst að lausn ágreiningsmála og deilumála fer allajafna fram með öðrum hætti en í samskiptum einstaklinga. Málsóknir fyrir dómstólum eru til dæmis háðar því að samkomulag milli ríkjanna sé um slíkt og eitt ríki verður ekki dregið fyrir dómstól annars. Þetta þýðir að í uppgjöri á skuldum milli tveggja ríkja að ekki er unnt að ganga að hvaða eign hins ríkisins til að fá fullnustu kröfunnar. Þannig getur ríki A sem lánar ríki B að jafnaði ekki gengið að öðru til að fá lán sitt greitt en þeim veðum sem sett eru. Ríki A gæti til dæmis ekki gengið að byggingum eða fyrirtækjum í eigu ríkis B. Þessi regla styðst að vissu leyti við meginreglur Vínarsamningsins um stjórnmálasamband sem öðlaðist lagagildi á Íslandi árið 1971 en í honum er kveðið á um diplómatísk samskipti ríkja einkum varðandi starfsemi sendiráða og starfsmanna þeirra.



Í 40. gr. stjórnarskrárinnar er einnig byggt á sjónarmiðum um friðhelgisréttindi ríkisins en þar er kveðið á um að engar fasteignir í eigu ríkisins megi selja eða láta af hendi nema lagaheimild komi til:
Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
Þessi meginregla um friðhelgi er andstæð því sem viðgengst í uppgjöri milli einstaklinga eða uppgjöri við lögaðila, eins og til dæmis bankastofnanir. Almennt gildir þar sú regla að unnt er að fá skuld greidda með því að gera aðför í eignum skuldarans. Til þess þurfa þó ákveðin skilyrði að vera uppfyllt, til að mynda þau að skuldin byggi á viðurkenndri aðfararheimild (krafa samkvæmt dómi eða dómsátt, ákvörðunum stjórnvalda, úrskurðum yfirvalda, skuldabréfum, víxlum og fleira eru dæmi um slíkar heimildir), aðförin verður að vera framkvæmd af réttum aðila (sýslumenn gera aðfarir á Íslandi) og að jafnaði þarf að gæta þess að veita skuldara frest áður en aðförin er gerð. Þar sem þessar reglur eiga að jafnaði ekki við um ríki og uppgjör þeirra á milli, þá hefur verið talað um friðhelgi ríkja í þessu sambandi. Algengt er þó að finna ákvæði í lánasamningum milli ríkja þar sem sett eru ákveðin takmörk á friðhelgisréttindi ríkja.

Í þeim samningi sem gerður var milli íslenskra stjórnvalda og breskra annars vegar og milli íslenskra stjórnvalda og hollenskra hins vegar í júní 2009 um uppgjör vegna Icesave-reikninganna er hins vegar að finna sérstakt ákvæði í báðum samningunum um að íslensk stjórnvöld afsali sér friðhelgisréttindum (samkvæmt 18. gr. í samningi Íslands og Bretlands og grein 16.3 í samningi Íslands og Hollands). Ákvæðin eru samhljóða í samningunum og fela samkvæmt orðanna hljóðan í sér nánast algert afnám friðhelgisréttinda íslenska ríkisins.

Orðrétt segir þar:
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og íslenska ríkið fallast, hvort um sig, almennt á að þeim sé birt hvers konar stefna í tengslum við ágreining sem upp kann að koma og að sjá fyrir hvers konar lausnum og úrræðum í því tilliti, þ.m.t. með aðför eða fullnustu í hvaða eignum sem er (óháð notum þeirra eða ætluðum notum) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi. Ef Tryggingarsjóður innstæðueigenda, íslenska ríkið eða eignir þeirra eru friðhelgar eða eiga rétt á friðhelgi, í hvaða lögsögu sem er, gagnvart birtingu stefnu eða annarra gagna sem varða hvers konar ágreining, eða eru friðhelgar eða eiga rétt á friðhelgi gagnvart lögsögu, málshöfðun, dómi, fullnustu, fjárnámi (hvort heldur er fyrir dómi, við framkvæmd fullnustu eða á annan hátt) eða öðrum lögfræðilegum úrræðum, er hér með fallið frá þeim rétti með óafturkræfum hætti, að því marki sem heimilt er samkvæmt lögum viðkomandi lögsögu. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og íslenska ríkið fallast, hvort um sig, einnig með óafturkræfum hætti á að beita ekki slíkri friðhelgi fyrir sig eða eignir sínar.
Sú gagnrýni kom fljótlega fram að gengið væri lengra af hálfu íslenska ríkisins að þessu leyti en vanalegt væri. Í ljósi þess hve stórar fjárhæðir væru undir þyrfti að setja friðhelgisafsalinu frekari takmörk. Á sumarþingi 2009 fór fram mikil vinna á vettvangi fjárlaganefndar Alþingis (með aðkomu ýmissa fleiri þingmanna) sem miðaði að því að setja inn í lög um ríkisábyrgð á bak við Icesave-samningana efnahagslega og lagalega fyrirvara. Þar á meðal kom til skoðunar að setja inn nýtt ákvæði sem setti takmörk við afsal friðhelgis. Ákvæðið var samþykkt og varð að lögum á sumarþingi. Ákvæðið er í 2. tölulið 2. gr. laga nr. 96/2009 og er svohljóðandi:
að staða Íslands sem fullvalda ríkis komi í veg fyrir að gerð verði aðför í eignum þess sem það þarf nauðsynlega á að halda til að starfrækja hlutverk sitt sem fullvalda ríki með viðunandi hætti. Sama á við um eignir íslenska ríkisins erlendis, þar á meðal eignir Seðlabanka Íslands, sem njóta verndar samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar,
Í nefndaráliti meirihlutar fjárlaganefndar segir um þetta ákvæði að á fundum nefndarinnar hafi komið fram gagnrýni á að ákvæði samninganna um takmörkun friðhelgisréttinda gengi lengra en venja væri í lánasamningum ríkisins. Um þessa breytingu sagði meðal annars í áliti meirihlutans:
Með ákvæði þessu er vísað til viðtekinna viðhorfa um það að fullnustugerð gagnvart íslenska ríkinu komi vart til álita. Í því sambandi má minna á 40. gr. stjórnarskrárinnar varðandi fasteignir sérstaklega. Eignir íslenska ríkisins erlendis tengjast fyrst og fremst starfrækslu utanríkisþjónustu og njóta verndar samkvæmt Vínarsamningnum um stjórnmálasamband og meginreglum þjóðaréttar. Meiri hlutinn telur rétt að taka fram að samningsaðilar hafa staðfest með óformlegum hætti að ákvæði lánasamninganna feli ekki í sér takmörkun á þessum friðhelgisréttindum en telur rétt að taka af öll tvímæli um það með ákvæði þessu. Þá telur meiri hlutinn einnig nauðsynlegt að kveða á um að hið sama eigi við um eignir Seðlabanka Íslands en einnig liggur fyrir óformleg staðfesting samningsaðila á því að þeir séu sammála þeim skilningi.
Í lögunum er enn fremur kveðið á um að veiting ríkisábyrgðar samkvæmt lánasamningunum haggi í engu óskoruðum yfirráðum Íslands yfir náttúruauðlindum landsins og rétti handhafa íslensks ríkisvalds til að kveða á um nýtingu og skipan eignarhalds á þeim. Í áliti meirihlutans kom fram að nauðsynlegt teldist í ljósi umræðu um lánasamningana að nauðsynlegt væri til öryggis að ítreka þessa grundvallarreglu í íslenskri réttarskipan. Því ætti niðurstaða breskra dómstóla ekki að valda því að unnt væri að ganga að eignum íslenskra ríkisins.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samnings við Bretland? Gætu eignir íslenska ríkisins á Íslandi verið aðfararhæfar á grundvelli úrskurðar bresks dómstóls?

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

3.11.2009

Spyrjandi

Loftur Jóhannsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53022.

Árni Helgason. (2009, 3. nóvember). Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53022

Árni Helgason. „Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53022>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?
Í þjóðarétti er það meginregla í samskiptum ríkja að ekkert ríki hefur lögsögu yfir öðru. Í því felst að lausn ágreiningsmála og deilumála fer allajafna fram með öðrum hætti en í samskiptum einstaklinga. Málsóknir fyrir dómstólum eru til dæmis háðar því að samkomulag milli ríkjanna sé um slíkt og eitt ríki verður ekki dregið fyrir dómstól annars. Þetta þýðir að í uppgjöri á skuldum milli tveggja ríkja að ekki er unnt að ganga að hvaða eign hins ríkisins til að fá fullnustu kröfunnar. Þannig getur ríki A sem lánar ríki B að jafnaði ekki gengið að öðru til að fá lán sitt greitt en þeim veðum sem sett eru. Ríki A gæti til dæmis ekki gengið að byggingum eða fyrirtækjum í eigu ríkis B. Þessi regla styðst að vissu leyti við meginreglur Vínarsamningsins um stjórnmálasamband sem öðlaðist lagagildi á Íslandi árið 1971 en í honum er kveðið á um diplómatísk samskipti ríkja einkum varðandi starfsemi sendiráða og starfsmanna þeirra.



Í 40. gr. stjórnarskrárinnar er einnig byggt á sjónarmiðum um friðhelgisréttindi ríkisins en þar er kveðið á um að engar fasteignir í eigu ríkisins megi selja eða láta af hendi nema lagaheimild komi til:
Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
Þessi meginregla um friðhelgi er andstæð því sem viðgengst í uppgjöri milli einstaklinga eða uppgjöri við lögaðila, eins og til dæmis bankastofnanir. Almennt gildir þar sú regla að unnt er að fá skuld greidda með því að gera aðför í eignum skuldarans. Til þess þurfa þó ákveðin skilyrði að vera uppfyllt, til að mynda þau að skuldin byggi á viðurkenndri aðfararheimild (krafa samkvæmt dómi eða dómsátt, ákvörðunum stjórnvalda, úrskurðum yfirvalda, skuldabréfum, víxlum og fleira eru dæmi um slíkar heimildir), aðförin verður að vera framkvæmd af réttum aðila (sýslumenn gera aðfarir á Íslandi) og að jafnaði þarf að gæta þess að veita skuldara frest áður en aðförin er gerð. Þar sem þessar reglur eiga að jafnaði ekki við um ríki og uppgjör þeirra á milli, þá hefur verið talað um friðhelgi ríkja í þessu sambandi. Algengt er þó að finna ákvæði í lánasamningum milli ríkja þar sem sett eru ákveðin takmörk á friðhelgisréttindi ríkja.

Í þeim samningi sem gerður var milli íslenskra stjórnvalda og breskra annars vegar og milli íslenskra stjórnvalda og hollenskra hins vegar í júní 2009 um uppgjör vegna Icesave-reikninganna er hins vegar að finna sérstakt ákvæði í báðum samningunum um að íslensk stjórnvöld afsali sér friðhelgisréttindum (samkvæmt 18. gr. í samningi Íslands og Bretlands og grein 16.3 í samningi Íslands og Hollands). Ákvæðin eru samhljóða í samningunum og fela samkvæmt orðanna hljóðan í sér nánast algert afnám friðhelgisréttinda íslenska ríkisins.

Orðrétt segir þar:
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og íslenska ríkið fallast, hvort um sig, almennt á að þeim sé birt hvers konar stefna í tengslum við ágreining sem upp kann að koma og að sjá fyrir hvers konar lausnum og úrræðum í því tilliti, þ.m.t. með aðför eða fullnustu í hvaða eignum sem er (óháð notum þeirra eða ætluðum notum) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi. Ef Tryggingarsjóður innstæðueigenda, íslenska ríkið eða eignir þeirra eru friðhelgar eða eiga rétt á friðhelgi, í hvaða lögsögu sem er, gagnvart birtingu stefnu eða annarra gagna sem varða hvers konar ágreining, eða eru friðhelgar eða eiga rétt á friðhelgi gagnvart lögsögu, málshöfðun, dómi, fullnustu, fjárnámi (hvort heldur er fyrir dómi, við framkvæmd fullnustu eða á annan hátt) eða öðrum lögfræðilegum úrræðum, er hér með fallið frá þeim rétti með óafturkræfum hætti, að því marki sem heimilt er samkvæmt lögum viðkomandi lögsögu. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og íslenska ríkið fallast, hvort um sig, einnig með óafturkræfum hætti á að beita ekki slíkri friðhelgi fyrir sig eða eignir sínar.
Sú gagnrýni kom fljótlega fram að gengið væri lengra af hálfu íslenska ríkisins að þessu leyti en vanalegt væri. Í ljósi þess hve stórar fjárhæðir væru undir þyrfti að setja friðhelgisafsalinu frekari takmörk. Á sumarþingi 2009 fór fram mikil vinna á vettvangi fjárlaganefndar Alþingis (með aðkomu ýmissa fleiri þingmanna) sem miðaði að því að setja inn í lög um ríkisábyrgð á bak við Icesave-samningana efnahagslega og lagalega fyrirvara. Þar á meðal kom til skoðunar að setja inn nýtt ákvæði sem setti takmörk við afsal friðhelgis. Ákvæðið var samþykkt og varð að lögum á sumarþingi. Ákvæðið er í 2. tölulið 2. gr. laga nr. 96/2009 og er svohljóðandi:
að staða Íslands sem fullvalda ríkis komi í veg fyrir að gerð verði aðför í eignum þess sem það þarf nauðsynlega á að halda til að starfrækja hlutverk sitt sem fullvalda ríki með viðunandi hætti. Sama á við um eignir íslenska ríkisins erlendis, þar á meðal eignir Seðlabanka Íslands, sem njóta verndar samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar,
Í nefndaráliti meirihlutar fjárlaganefndar segir um þetta ákvæði að á fundum nefndarinnar hafi komið fram gagnrýni á að ákvæði samninganna um takmörkun friðhelgisréttinda gengi lengra en venja væri í lánasamningum ríkisins. Um þessa breytingu sagði meðal annars í áliti meirihlutans:
Með ákvæði þessu er vísað til viðtekinna viðhorfa um það að fullnustugerð gagnvart íslenska ríkinu komi vart til álita. Í því sambandi má minna á 40. gr. stjórnarskrárinnar varðandi fasteignir sérstaklega. Eignir íslenska ríkisins erlendis tengjast fyrst og fremst starfrækslu utanríkisþjónustu og njóta verndar samkvæmt Vínarsamningnum um stjórnmálasamband og meginreglum þjóðaréttar. Meiri hlutinn telur rétt að taka fram að samningsaðilar hafa staðfest með óformlegum hætti að ákvæði lánasamninganna feli ekki í sér takmörkun á þessum friðhelgisréttindum en telur rétt að taka af öll tvímæli um það með ákvæði þessu. Þá telur meiri hlutinn einnig nauðsynlegt að kveða á um að hið sama eigi við um eignir Seðlabanka Íslands en einnig liggur fyrir óformleg staðfesting samningsaðila á því að þeir séu sammála þeim skilningi.
Í lögunum er enn fremur kveðið á um að veiting ríkisábyrgðar samkvæmt lánasamningunum haggi í engu óskoruðum yfirráðum Íslands yfir náttúruauðlindum landsins og rétti handhafa íslensks ríkisvalds til að kveða á um nýtingu og skipan eignarhalds á þeim. Í áliti meirihlutans kom fram að nauðsynlegt teldist í ljósi umræðu um lánasamningana að nauðsynlegt væri til öryggis að ítreka þessa grundvallarreglu í íslenskri réttarskipan. Því ætti niðurstaða breskra dómstóla ekki að valda því að unnt væri að ganga að eignum íslenskra ríkisins.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samnings við Bretland? Gætu eignir íslenska ríkisins á Íslandi verið aðfararhæfar á grundvelli úrskurðar bresks dómstóls?
...