Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 625 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg lönd i Afríku?

Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...

category-iconVeðurfræði

Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?

Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið. Menn geta vel orðið sólb...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?

Þegar maður skoðar ljósmyndir af geimförunum sem lentu á tunglinu rekst maður fljótt á undarlega staðreynd: Þrátt fyrir að geimurinn sé fullur af stjörnum þá sést engin þeirra á neinni myndanna. Þetta fyrirbæri hefur lengi vakið athygli og sumir aðilar hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að þetta sanni...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu?

Upprunalega var spurningin svona:Er hægt að gera bonsai úr hibiscus og jasmine? Hvað heitir hibiscus á íslensku? Eins og lesa má í svari Ulriku Andersson við spurningu um bonsai-tré þá líkjast þau venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema hvað þau eru miklu minni. Bonsai-tré eða dvergtré eru ræktuð í pot...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?

Nafnið á Landeyjum helgast af vatnsföllum sem um þær renna svo að þær eru sem eyjar. Þannig segir Eggert Ólafsson frá í ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar frá 1752-57: Þar fyrir austan eru ósar Markarfljóts í þrennu lagi, sem ásamt öðrum vötnum og hafinu fyrir utan lykja um Landeyjar að mestu leyti. Stærsta eyjan...

category-iconTölvunarfræði

Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heita beinin í þorskhausnum?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið hjálpað mér að finna upplýsingar um nöfn á beinum í þorskhausnum? Þessi spurning gæti talist með þeim óvenjulegri sem Vísindavefnum berast, og eru þær þó margar og ólíkar. Svarið er sem betur fer samt já! Við getum gefið upplýsingar um beinin í þorskhausnum. Be...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Væri möguleiki á því að byggja stóra geimskutlu sem gæti ferðast endalaust um himingeiminn með nokkrar fjölskyldur um borð sem gætu rannsakað líf í öðrum sólkerfum?Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir slíkt eru hinar gríðarlegu fjarlægðir í geimnum. Nálægasta stjarna við ok...

category-iconUmhverfismál

Losa framræstar mýrar enn koltvísýring þó 50 ár séu liðin frá framræsingunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru löngu framræstar mýrar, sem t.d. voru ræstar fram fyrir um 50 árum, enn að losa koltvísýring í jafn miklum mæli og þær gerðu í upphafi? Eða eru þær orðnar að þurrlendi í þeim skilningi? Á jarðsögulegum tímaskala eru 50 ár skammur tími og því varla hægt að segja ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið ballarhaf og hvað merkir það?

Úti á ballarhafi. Orðið ballarhaf í merkingunni 'rúmsjór, hafsvæði fjarri landi' á líklegast uppruna sinn í máli sjómanna. Í Íslenzkum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar (III:168) er þess getið að sjómenn hafi talað um að fara út á ballarhaf, en einnig út í ballarauga í sömu merkingu, sem viðmið þegar verið va...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnið Trékyllisvík og hvað þýðir það?

Trékyllisvík í Strandasýslu kemur fyrir í Landnámabók og er kennt þar við skip sem smíðað var úr skipsbrotum (Íslenzk fornrit I:198). Trékyllisvík frá Reykjahyrnu. Úti á víkinni er Trékyllisey (= Árnesey) og gæti hún hafa heitið *Trékyllir ef menn vilja ekki trúa sögninni í Landnámabók. Trékyllir var for...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða menntun þarf maður til að geta orðið geimfari?

Menntun geimfara er allmismunandi. Úti í geimnum þurfa geimfarar að vinna ýmis rannsóknarverkefni. Ekki er þó nauðsynlegt að þeir séu sérhæfðir í hverju verkefni, heldur þurfa þeir að geta farið eftir þeim rannsóknarleiðbeiningum sem þeim eru gefnar. Líkamleg próf og sálfræðipróf skipta miklu við val á geimförum. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fugl flýgur hæst?

Lengi hefur verið talið að fuglar af ætt gamma séu þeir fuglar sem fljúga hæst allra fugla þegar þeir láta sig svífa í uppstreyminu í nokkurra kílómetra hæð og leita að hræjum. Gammar hafa einnig afar góða sjón. Árið 1973 lenti gammur af tegundinni “Ruppells griffon” (Gyps rueppellii) í árekstri við farþegaflug...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum?

Þótt Kanaríeyjar séu úti fyrir norðvesturströnd Afríku þá tilheyra þær Spáni. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Evran er gjaldmiðill Spánar eins og flestra annarra landa innan bandalagsins og þar með er hún líka gjaldmiðill Kanaríeyja. Framhlið 20 evru seðils. Hægt er að skoða gengi e...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?

SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...

Fleiri niðurstöður