Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Getið þið hjálpað mér að finna upplýsingar um nöfn á beinum í þorskhausnum?
Þessi spurning gæti talist með þeim óvenjulegri sem Vísindavefnum berast, og eru þær þó margar og ólíkar. Svarið er sem betur fer samt já! Við getum gefið upplýsingar um beinin í þorskhausnum.
Beinin í þorskhaus heita ansi sérstökum nöfnum; mörgum þætti til dæmis heitið 'gelgjur' skemmtilegt. Einnig virðast nokkur beina þorsksins vera kennd við önnur dýr, þar á meðal krumma (svo sem 'krummabein', 'krummakambur'), kýr (til dæmis 'kúagrön' og 'kjaftakýr') og kisu (til dæmis 'kisuklær'). Sum beinin hafa mörg nöfn, oft mismunandi eftir landshlutum.
Á myndinni hér að ofan má sjá beinin í þorkshaus, séð frá hlið. Þau eru eftirfarandi:
Á myndinni hér fyrir ofan eru svo tálknbogar þorsksins sýndir með tilheyrandi beinum:
1-4
Tálknbogar, þanir
5
Neðra kokbein
s
Kisuklær (Rang.), efri kokbein
t
Tungubein
Við höfum sótt þennan fróðleik í Orðabók Sigfúsar Blöndals sem kom út á árunum 1920-24. Þar eru rakin þau nöfn sem notuð voru um það leyti. En nú á dögum fer litlum sögum af þorskhausaáti og því eru þeir sjálfsagt fáir sem nota þessi heiti núna þó að einhverjir kannist sjálfsagt við þau. Á sama stað, aftast í Orðabók Blöndals, er einnig að finna heiti á vöðvunum í þorskhausnum ásamt skýringarmyndum. Sömuleiðis eru þarna heiti á hlutum í árabát og seglskipi, á hinum ýmsu hlutum í vefstól og rokki og á fjármörkum, allt saman með glöggum skýringarmyndum.
Frekara lesefni á Vísindavefnum