Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þótt Kanaríeyjar séu úti fyrir norðvesturströnd Afríku þá tilheyra þær Spáni. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Evran er gjaldmiðill Spánar eins og flestra annarra landa innan bandalagsins og þar með er hún líka gjaldmiðill Kanaríeyja.
Framhlið 20 evru seðils.
Hægt er að skoða gengi evrunnar á ýmsum heimasíðum, til dæmis hjá íslensku bönkunum. Þegar þetta svar er sett á vefinn, í maí 2007, kostar ein evra rúmlega 87 kr.
Heimild og mynd:
Birna Varðardóttir. „Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6630.
Birna Varðardóttir. (2007, 9. maí). Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6630
Birna Varðardóttir. „Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6630>.