Þar fyrir austan eru ósar Markarfljóts í þrennu lagi, sem ásamt öðrum vötnum og hafinu fyrir utan lykja um Landeyjar að mestu leyti. Stærsta eyjan í Landeyjum eru Kross- og Voðmúlastaðakirkjusóknir. Þessi mikla eyja liggur á milli Tjarneyjar og Rangársands, og skilur Affallið á milli að vestan, en að austan greinir kvísl úr Markarfljóti hana frá Tjarney. (2. bindi, 154).Konrad Maurer skrifar einnig í ferðabók sinni frá 1858:
Hinir þrír hólmarnir kallast aftur á móti Landeyjar, hvort sem nafngiftin stafar af því að þetta er e.k. millistig milli meginlands og eyja eða hins – og það er sennilegra – að menn tengi þær Vestmannaeyjum sem liggja úti fyrir og aðgreini þær frá þeim á þennan hátt. (Íslandsferð 1858, 76).Fleiri hafa orðið landey eða landeyja um óshólma. Þannig talar Árni Óla um „landeyjar Nílar“ (Grúsk I, 54) og eins í Árbók Ferðafélags Íslands 1941 um „landeyjar“ fyrir botni Axarfjarðar (Árbók, 5). Hér verður því haldið fram að Landeyjar dragi nafn sitt af því að þær eru einhvers konar óshólmar að landmyndun en ekki af því að Vestmannaeyjar liggi þar úti fyrir.
Loftmynd tekin yfir Landeyjum.
Heimildir:
- Eggert Ólafsson. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenzkaði árið 1942. 2. bindi. Reykjavík 1978.
- Konrad Maurer. Íslandsferð 1858. Þýðandi Baldur Hafstað. Reykjavík 1997.
- Árni Óla. Grúsk [I]. Greinar um þjóðleg fræði. Reykjavík 1964.
- [Árni Óla]. Ferðafélag Íslands. Árbók 1941. Kelduhverfi. Reykjavík 1941.