Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?

Gunnar Þór Magnússon

Þegar maður skoðar ljósmyndir af geimförunum sem lentu á tunglinu rekst maður fljótt á undarlega staðreynd: Þrátt fyrir að geimurinn sé fullur af stjörnum þá sést engin þeirra á neinni myndanna. Þetta fyrirbæri hefur lengi vakið athygli og sumir aðilar hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að þetta sanni að stjórnvöld hafi sviðsett tunglferðirnar og að við höfum aldrei farið til tunglsins.



Geimfari á tunglinu.

Þrátt fyrir að hugmyndin um að hið opinbera hafi blekkt okkur öll síðustu fjörutíu ár kitli kannski ímyndunaraflið, þá er hægt að útskýra stjörnuleysið á aðeins einfaldari hátt. Allar myndir af geimförunum eru teknar í mjög sterku sólarljósi, af því að úti í geimnum er ekkert andrúmsloft og engin ský til að dreifa geislum sólarinnar. Þar að auki er yfirborð tunglsins ljóst og endurkastar ljósi vel og geimbúningarnir eru allir hvítir.

Allar ljósmyndir sem eru teknar á tunglinu eru því teknar í mikilli birtu, á yfirborði sem endurkastar ljósi vel og eru af mönnum í hvítum búningum, líkt og af snjókarli sem stendur á jökli á heiðskírum og björtum degi. Til þess að mynd af geimförunum verði ekki yfirlýst þarf því að stilla myndatökubúnaðinn á lítið ljósnæmi. Stjörnurnar í geimnum skína einfaldlega ekki nógu skært til að sjást á myndum sem eru teknar undir þessum kringumstæðum, hvort sem slíkar myndir eru teknar úti í geimnum eða hér á jörðinni.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

28.7.2009

Spyrjandi

Jón Kristinn Einarsson, Ægir Þór

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51943.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 28. júlí). Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51943

Gunnar Þór Magnússon. „Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51943>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?
Þegar maður skoðar ljósmyndir af geimförunum sem lentu á tunglinu rekst maður fljótt á undarlega staðreynd: Þrátt fyrir að geimurinn sé fullur af stjörnum þá sést engin þeirra á neinni myndanna. Þetta fyrirbæri hefur lengi vakið athygli og sumir aðilar hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að þetta sanni að stjórnvöld hafi sviðsett tunglferðirnar og að við höfum aldrei farið til tunglsins.



Geimfari á tunglinu.

Þrátt fyrir að hugmyndin um að hið opinbera hafi blekkt okkur öll síðustu fjörutíu ár kitli kannski ímyndunaraflið, þá er hægt að útskýra stjörnuleysið á aðeins einfaldari hátt. Allar myndir af geimförunum eru teknar í mjög sterku sólarljósi, af því að úti í geimnum er ekkert andrúmsloft og engin ský til að dreifa geislum sólarinnar. Þar að auki er yfirborð tunglsins ljóst og endurkastar ljósi vel og geimbúningarnir eru allir hvítir.

Allar ljósmyndir sem eru teknar á tunglinu eru því teknar í mikilli birtu, á yfirborði sem endurkastar ljósi vel og eru af mönnum í hvítum búningum, líkt og af snjókarli sem stendur á jökli á heiðskírum og björtum degi. Til þess að mynd af geimförunum verði ekki yfirlýst þarf því að stilla myndatökubúnaðinn á lítið ljósnæmi. Stjörnurnar í geimnum skína einfaldlega ekki nógu skært til að sjást á myndum sem eru teknar undir þessum kringumstæðum, hvort sem slíkar myndir eru teknar úti í geimnum eða hér á jörðinni.

Tengt efni á Vísindavefnum:

...