Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7864 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver er reglan um topphorn?

Í þessu svari verður sýnt hvernig skilgreina má topphorn út frá öðrum hugtökum venjulegrar rúmfræði og sagt frá mikilvægustu reglunni sem tengist þeim. Gert er ráð fyrir að allir hlutir, sem rætt er um í svarinu, liggi í sama slétta fletinum. Hugsum okkur að við höfum beina línu sem er óendanleg í báðar áttir o...

category-iconVísindi almennt

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?

Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?

Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum. Hubble hefur tekið myndir af öllum...

category-iconVísindavefurinn

Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands flettu að meðaltali 300 þúsund sinnum í svörum vefsins í hverjum mánuði árið 2022. Alls voru flettingar ársins rúmlega 3,3 milljónir og heimsóknir um 2,6 milljónir. Það samsvarar um 214 þúsund gestum mánaðarlega. Þessar tölur jafngilda því að í hverri viku hafi um 50 þúsund ge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar apategundir?

Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var Gaston Julia?

Gaston Maurice Julia (1893 - 1978) var franskur stærðfræðingur sem rannsakaði mengi sem tengjast ítrunum á ákveðnum föllum. Hann fæddist í Alsír, sem var undir yfirráðum Frakka á þessum tíma, og barðist í fyrri heimstyrjöldinni. Hann misst nefið í árás Þjóðverja og allt frá því bar hann leðurpjötlu á andlitinu í s...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað eru djúpmyndir og hvað sýna þær okkur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er HUDF (Hubble Ultra Deep Field)? Hubble-geimsjónaukinn (Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990. Hubblesjónaukinn hefur gjörbreytt hugmyndum manna um alheiminn og m...

category-iconNæringarfræði

Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?

Þegar Coca-Cola kom fyrst á markað árið 1886 var kókaín í drykknum, enda vísar fyrri hlutinn í heitinu til kókarunnans sem kókaín er unnið úr. Í drykknum var hins vegar ekkert áfengi. Blöð úr kókarunna höfðu áður verið notuð í víntegundir. Franski efnafræðingurinn Angelo Mariani setti vín á markað árið 1863. Þa...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?

Háskólalestin stoppaði á Þórshöfn á Langanesi fjórðu helgina í maí 2015. Í vísindaveislu laugardaginn 23. maí spreyttu Þórshafnarbúar og aðrir gestir sig á ýmsum þrautum og gátum sem Vísindavefurinn lagði fyrir þá. Feðgarnir Mansi og Jarek voru sannkallaðir þrautakóngar vísindaveislunnar á Þórshöfn. Þeir leystu...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til?

Kafbátur er bátur sem er hannaður til að sigla í kafi. Sá fyrsti sem vitað er að hafi hannað kafbát var breski stærðfræðingurinn William Bourne (um 1535-1582). Hugmynd hans var að byggja lokaðan bát úr tré og vatnsheldu leðri sem væri hægt að róa í kafi. Báturinn átti að fara í kaf þegar rúmmál hans væri minnkað m...

category-iconEfnafræði

Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?

Kevlar er vöruheiti efnafyrirtækisins DuPont á mjög sterku plastefni úr tiltekinni fjölliðu, nánar tiltekið para-aramíðfjölliðu. Sama fjölliða er framleidd af öðrum fyrirtækum og seld meðal annars undir vöruheitinu Twaron. Aramíð er stytting á efnaheitinu arómatísk fjölamíð, en þau eru sett saman úr einingunum ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er hægt að teikna mynd í rólu?

Róla er sæti sem hengt er upp í einn, en þó oftar í tvo festipunkta. Rólan getur sveiflast í allar áttir lárétt. Kerfi af þessu tagi eru kölluð pendúlar. Sveiflutími eða lota pendúls er tíminn sem pendúllinn tekur sér til að sveiflast úr ystu stöðu og aftur í sömu ystu stöðu. Þessi tími stjórnast af virkri lengd r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finnst myndbreytt berg og hvernig kemst það aftur upp á yfirborðið eftir að hafa verið djúpt í jörðu?

Myndbreytt berg finnst hvarvetna þar sem berg hefur hitnað yfir 300°C eða svo niðri í jörðinni. Það berst upp á yfirborðið aftur við rof. Eins og fram kemur í spurningunni, verður myndbreyting bergs einkum djúpt í jörðu, á hitabilinu 300-850°C. Venjulega er átt við berg sem upphaflega myndaðist við yfirborð – t...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að matreiða og borða kaktus?

Kaktusar eru svonefndar safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae). Orðið kaktus kemur upprunalega úr forngrísku. Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), sem var fyrsti grasafræðingurinn, notaði það um þyrnótta plöntu sem ekki er vitað hver er. Það má grilla kaktusblöð en nauðsynlegt er að fjarlægja þyrnana fyrst. Til eru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?

Trúðfiskar (ættkvíslin Amphiprion) eru af yfirflokki beinfiska (Osteichthyes) og flokki geislaugga (Actinopterygii). Geislauggar eru tegundaauðugasti flokkur hryggdýra og til hans teljast á milli 20 og 30 þúsund tegundir. Þess má geta að geislauggar eru eini hópur fiska sem hafa sundmaga. Trúðfiskur af tegundi...

Fleiri niðurstöður