Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til?

Alísa Helga Svansdóttir, Steinunn Ósk Edda Einarsdóttir, Sunneva Ósk Jónasdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir

Kafbátur er bátur sem er hannaður til að sigla í kafi. Sá fyrsti sem vitað er að hafi hannað kafbát var breski stærðfræðingurinn William Bourne (um 1535-1582). Hugmynd hans var að byggja lokaðan bát úr tré og vatnsheldu leðri sem væri hægt að róa í kafi. Báturinn átti að fara í kaf þegar rúmmál hans væri minnkað með því að draga inn hliðarnar. Bourne birti lýsingu á hugmynd sinni auk teikninga árið 1578 en smíðaði ekki slíkan bát.

William Bourne birti þessa teikningu af kafbáti árið 1578. Kafbáturinn var þó aldrei smíðaður.

Fyrstur til að smíða kafbát var hollenski uppfinningamaðurinn Cornelis Drebbel (1572-1633) en það gerði hann árið 1620. Kafbátur hans var svipaður þeim sem William Bourne teiknaði. Hann var smíðaður úr tré og leðri og hafði sex árar hvorum megin. Kafbátur Drebbels kafaði á 4-5 metra dýpi í ánni Thames á Englandi.

Á myndinni má sjá fyrsta kafbátinn en það var Cornelis Drebbel sem smíðaði hann árið 1620.

Á 18. öld héldu kafbátar áfram að þróast og þá komu fyrst fram hugmyndir um vatnstanka sem hægt væri að dæla vatni í og úr til að láta bátinn kafa og koma upp úr kafi. Slík kerfi eru enn í notkun í nútímakafbátum en þeir hafa yfirleitt tvöfaldan stálskrokk. Þegar kafbátar kafa er vatni dælt í geyma til að þyngja þá. Vatninu er svo dælt út til að hægt sé að sigla upp á yfirborðið.

Nútímakafbátar eru einkum notaðir í hernaði og við vísindarannsóknir.

Kafbátar urðu mun nothæfari þegar búið var að þróa mótora sem gátu drifið þá, en fyrstu kafbátarnir með mótor voru byggðir í lok 19. aldar. Á 20. öld voru kafbátar mikið notaðir í hernaði, en þá mátti bæði nota til að eyðileggja óvinaskip og til að flytja menn og varning á milli staða án þess að óvinurinn tæki eftir því. Nú til dags eru kafbátar einkum notaðir í hernaði og við vísindarannsóknir.

Heimildir:

Myndir:

Spurning Ævars Þórs hljóðaði svona:
Hvernig virka kafbátar?


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.7.2015

Spyrjandi

Ritstjórn, Ævar Þór Benediktsson

Tilvísun

Alísa Helga Svansdóttir, Steinunn Ósk Edda Einarsdóttir, Sunneva Ósk Jónasdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70376.

Alísa Helga Svansdóttir, Steinunn Ósk Edda Einarsdóttir, Sunneva Ósk Jónasdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. (2015, 17. júlí). Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70376

Alísa Helga Svansdóttir, Steinunn Ósk Edda Einarsdóttir, Sunneva Ósk Jónasdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70376>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til?
Kafbátur er bátur sem er hannaður til að sigla í kafi. Sá fyrsti sem vitað er að hafi hannað kafbát var breski stærðfræðingurinn William Bourne (um 1535-1582). Hugmynd hans var að byggja lokaðan bát úr tré og vatnsheldu leðri sem væri hægt að róa í kafi. Báturinn átti að fara í kaf þegar rúmmál hans væri minnkað með því að draga inn hliðarnar. Bourne birti lýsingu á hugmynd sinni auk teikninga árið 1578 en smíðaði ekki slíkan bát.

William Bourne birti þessa teikningu af kafbáti árið 1578. Kafbáturinn var þó aldrei smíðaður.

Fyrstur til að smíða kafbát var hollenski uppfinningamaðurinn Cornelis Drebbel (1572-1633) en það gerði hann árið 1620. Kafbátur hans var svipaður þeim sem William Bourne teiknaði. Hann var smíðaður úr tré og leðri og hafði sex árar hvorum megin. Kafbátur Drebbels kafaði á 4-5 metra dýpi í ánni Thames á Englandi.

Á myndinni má sjá fyrsta kafbátinn en það var Cornelis Drebbel sem smíðaði hann árið 1620.

Á 18. öld héldu kafbátar áfram að þróast og þá komu fyrst fram hugmyndir um vatnstanka sem hægt væri að dæla vatni í og úr til að láta bátinn kafa og koma upp úr kafi. Slík kerfi eru enn í notkun í nútímakafbátum en þeir hafa yfirleitt tvöfaldan stálskrokk. Þegar kafbátar kafa er vatni dælt í geyma til að þyngja þá. Vatninu er svo dælt út til að hægt sé að sigla upp á yfirborðið.

Nútímakafbátar eru einkum notaðir í hernaði og við vísindarannsóknir.

Kafbátar urðu mun nothæfari þegar búið var að þróa mótora sem gátu drifið þá, en fyrstu kafbátarnir með mótor voru byggðir í lok 19. aldar. Á 20. öld voru kafbátar mikið notaðir í hernaði, en þá mátti bæði nota til að eyðileggja óvinaskip og til að flytja menn og varning á milli staða án þess að óvinurinn tæki eftir því. Nú til dags eru kafbátar einkum notaðir í hernaði og við vísindarannsóknir.

Heimildir:

Myndir:

Spurning Ævars Þórs hljóðaði svona:
Hvernig virka kafbátar?


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...