Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 373 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er CDG-heilkenni?

Skammstöfunin CDG stendur fyrir Congenital Disorders of Glycosylation, en áður var hún þekkt sem Carbohydrate-Deficient Glycosylation. Hér er um að ræða samheiti yfir flokk meðfæddra efnaskiptasjúkdóma sem trufla myndun sykurprótína (e. glycoproteins) á einn eða annan hátt og byggist flokkun þeirra á því í hvaða þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?

Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?

Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var orðið gjálífi fyrst notað og hver er uppruni orðsins?

Orðið gjálífi ‘léttúðugt líferni’ þekktist þegar í fornu máli til dæmis í Stjórn, Maríu sögu og Heilagra manna sögum. Í fornmálsorðabókum er vísað í myndina gjólífi í sömu merkingu, nafnorðið gjó ‘léttúð, lausung’ og nafnorðið gjómaður ‘léttúðugur maður’ og virðist sú mynd eldri. Orðið gjálífi ‘léttúðugt lífer...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær fannst fyrsta veiran sem veldur sjúkdómi í mönnum?

Á fyrstu árum veirufræðinnar, frá lokum nítjándu aldar fram til 1928, uppgötvuðust 30 veirur. Sú fyrsta sem fannst sýkti lauf tóbaksjurtarinnar og fjallað er sérstaklega um hana í svari við spurningunni Hvernig og hvenær varð veirufræði til? Tveir þriðji hluti veira sem fundust á þessum árum ollu sjúkdómum í dýrum...

category-iconVeirur og COVID-19

Er hægt að sanna að veiran SARS-CoV-2 valdi COVID-19?

Upprunalega spurningin var svona: Hefur SARS-CoV-2 verið einangruð, hreinsuð og hefur verið sýnt fram á að veiran valdi COVID-19? (been isolated, purified and demonstrated to be the cause of COVID19). Innan veirufræðinnar gilda ákveðnar reglur um sönnunarbyrði til að hægt sé að álykta án verulegs vafa að ák...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?

Röndótt tannkrem hefur löngum þótt dularfullt fyrirbæri. Aðferðin við að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem, til dæmis, er þó sáraeinföld. Litunum er ekki blandað saman í túpunni, heldur við stútinn þar sem tannkremið kemur út. Tannkremstúpunni er skipt í tvö hólf. Annað hólfið er stærra og í því er hvítt ta...

category-iconHugvísindi

Hvenær kom Churchill til Íslands?

Winston Churchill varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Hann gegndi þeirri stöðu til 1945 og svo aftur 1951-55. Winston Churchill á Íslandi.9. til 12. ágúst 1941 átti Churchill fund með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta á herskipum á Atlantshafi. Afrakstu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Í hvaða stjörnumerki er Alkor?

Smellið til að stækka myndina Stjarnan Alkor er í stjörnumerkinu Karlsvagninum sem einnig er oft nefnt Stóri-björn. Alkor myndar tvístirnakerfi ásamt stjörnunni Mizar, en saman mynda þær með þriðju stjörnunni svokallað sýndarþrístirni. Það er kallað sýnarþrístirni því þriðja stjarnan er í raun töluvert fjarri M...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er nammihlaup?

Það sem hér fer á eftir á við sælgætishlaup sem kallast „Wine gum“ og margir þekkja, en gera má ráð fyrir að annað hlaup innihaldi nokkurn veginn það sama. Sælgætishlaup er aðallega gert úr gelatíni sem unnið er úr dýraafurðum, ásamt sykri eða öðrum sætuefnum, bragð- og litarefnum. Gelatín er lyktarlaust og br...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er í bitum lúsmýs og moskítóflugna sem veldur ofnæmisviðbrögðum? Hvað er um að ræða mikið (lítið) magn af vökva sem hver fluga gefur frá sér? Getur sama flugan bitið oft á sama tíma? og er algengt að fólk myndi ónæmi? Algengustu skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum og fugl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?

Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að benda á ákveðna stjörnu sem hefur plánetu á braut um sig?

Fyrsta plánetan sem fannst á braut um aðra stjörnu en sólina var 47 Ursa Majoris b. Hún uppgötvaðist árið 1996. Síðan þá hafa stjörnufræðingar fundið rúmlega 300 plánetur utan okkar sólkerfis og með betri aðferðum finnast fleiri og fleiri plánetur á hverju ári. Teikning listamanns af sólkerfinu 55 Capri, sem er e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita sjóða kartöflur?

Kartöflur sjóða ekki við tiltekið hitastig heldur þurfa þær að vera í sjóðandi vatni nógu lengi til þess að "soðna", eins og við köllum það. Suðumark vatns er 100°C við venjulegar aðstæður og vatnið í pottinum verður ekki heitara en það, heldur gufar upp í staðinn. Þetta er þess vegna hitastigið sem við sjóðum kar...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða dillidó er þetta í barnagælum?

Orðið „dillidó“ er að líkindum komið af sögninni „dilla“ sem þýðir „að vagga“ (til dæmis barni).[1] Þetta er orð sem var notað í barnagælum svipað og „bí bí“ og „korríró“. Sumar gamlar vögguvísur eru kallaðar „dillur“ svo sem „Ljúflingsdilla“.[2] Líklega merkir endingin „dó“ ekki neitt sérstakt, en hefur verið...

Fleiri niðurstöður