Sælgætishlaup er aðallega gert úr gelatíni sem unnið er úr dýraafurðum, ásamt sykri eða öðrum sætuefnum, bragð- og litarefnum. Gelatín er lyktarlaust og bragðlaust prótín sem kemur fram við suðu á sinum, kjötbeinum, hófum og fleiru. Mismunandi litar- og bragðefni eru notuð en samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu sem framleiðir „Wine gum“-hlaupið eru rauðu og svörtu hlaupin vinsælust. Þess má til gamans geta að þrátt fyrir nafnið er ekkert vín í „Wine gum.“ Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvert er innihald gelatíns og í hvaða neysluvörum er það að finna? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat? eftir EDS
- Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni? eftir Peter Holbrook
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.