Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða stjörnumerki er Alkor?

Sævar Helgi Bragason



Smellið til að stækka myndina

Stjarnan Alkor er í stjörnumerkinu Karlsvagninum sem einnig er oft nefnt Stóri-björn. Alkor myndar tvístirnakerfi ásamt stjörnunni Mizar, en saman mynda þær með þriðju stjörnunni svokallað sýndarþrístirni. Það er kallað sýnarþrístirni því þriðja stjarnan er í raun töluvert fjarri Mizar og Alkor, þrátt fyrir að okkur virðist hún vera á sama stað.

Mizar og Alkor eru meðal þekktustu tvístirna sem sjást með berum augum. Alkor er minni stjarnan, af birtustigi 3,96 og er í um 81,2 ljósára fjarlægð. Hitastigið á yfirborði hennar er um 8.000°C og ljósaflið er á við 21 sól. Alkor er talsvert stærri en sólin okkar, með 2,4 sinnum stærri radíus.

Mizar er hins vegar af birtustigi 2,21 og í 78,2 ljósára fjarlægð. Hitastig hennar er einnig um 8.000°C og ljósaflið er á við 93 sólir. Mizar er einnig talsvert stærri en sólin okkar, en radíus hennar er um 4,4 sinnum meiri.

Milli þessara tveggja stjarna er svo þriðja stjarnan, TYC3850-257-1, sem er af birtustigi 7,59 og sést því ekki með berum augum. Hún er talsvert fjarlægari en Mizar og Alkor eða í 393 ljósára fjarlægð. Hitastig hennar er rétt um 7.000°C en stærð hennar og ljósafl er ekki þekkt.

Heimild:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

30.6.2003

Spyrjandi

Sara Kristín, f. 1988

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Í hvaða stjörnumerki er Alkor?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3541.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 30. júní). Í hvaða stjörnumerki er Alkor? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3541

Sævar Helgi Bragason. „Í hvaða stjörnumerki er Alkor?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3541>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða stjörnumerki er Alkor?


Smellið til að stækka myndina

Stjarnan Alkor er í stjörnumerkinu Karlsvagninum sem einnig er oft nefnt Stóri-björn. Alkor myndar tvístirnakerfi ásamt stjörnunni Mizar, en saman mynda þær með þriðju stjörnunni svokallað sýndarþrístirni. Það er kallað sýnarþrístirni því þriðja stjarnan er í raun töluvert fjarri Mizar og Alkor, þrátt fyrir að okkur virðist hún vera á sama stað.

Mizar og Alkor eru meðal þekktustu tvístirna sem sjást með berum augum. Alkor er minni stjarnan, af birtustigi 3,96 og er í um 81,2 ljósára fjarlægð. Hitastigið á yfirborði hennar er um 8.000°C og ljósaflið er á við 21 sól. Alkor er talsvert stærri en sólin okkar, með 2,4 sinnum stærri radíus.

Mizar er hins vegar af birtustigi 2,21 og í 78,2 ljósára fjarlægð. Hitastig hennar er einnig um 8.000°C og ljósaflið er á við 93 sólir. Mizar er einnig talsvert stærri en sólin okkar, en radíus hennar er um 4,4 sinnum meiri.

Milli þessara tveggja stjarna er svo þriðja stjarnan, TYC3850-257-1, sem er af birtustigi 7,59 og sést því ekki með berum augum. Hún er talsvert fjarlægari en Mizar og Alkor eða í 393 ljósára fjarlægð. Hitastig hennar er rétt um 7.000°C en stærð hennar og ljósafl er ekki þekkt.

Heimild:

...