Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?

Heiða María Sigurðardóttir

Spurningin var svona í heild:

Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu?

Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist er fremur talin vekja upp virkni í hægra heilahveli. Þetta er þó ekki algilt og bendir sumt til þess að vanir tónlistarmenn noti vinstra heilahvelið í meira mæli við hlustun tónlistar. Þetta hefur verið túlkað á þá leið að óvanir skynji tónlist fremur sem eina heild og að slík skynjun sé háðari hægra heilahveli, en að æfðir hlustendur greini tónlistina niður og að slíkt reyni fremur á vinstra heilahvelið.

Schön og félagar (2002) leituðu svars við þeirri spurningu hvort hugar- og heilaferli að baki nótnalesti væru óháð orða- og talnalestri. Í tilrauninni voru notaðar þrenns konar aðferðir til að skrifa nótur: Tölur (1, 2, 3, 4, 5), orð (do, re, mí, fa, so) eða hefðbundin nótnaskrift í G-lykli (sjá mynd). Heilavirkni tónlistarmanna var mæld með starfrænni segulómmyndun (e. fMRI) á meðan þeir leystu tiltekin verkefni. Annars vegar áttu þeir að lesa nótnaskriftina og spila eftir henni á hljómborð. Hins vegar áttu þeir einfaldlega að ýta á tiltekinn hnapp í hvert sinn sem tölur, orð eða venjuleg nótnatákn birtust. Heilavirkni þeirra í þessum verkefnum var svo borin saman.


Nótnaskrift sem sýnir C-dúr skrifaðan í G-lykli. Með því að smella á myndina má hlusta á tónstigann.

Í ljós kom að í öllum tilfellum nótnalestrar urðu bæði heilahvelin virk, nánar tiltekið bæði hægra og vinstra hvirfilblað (e. parietal lobe, sjá nánar í svari Valtýs Stefánssonar Thors við spurningunni Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?). Einnig kom fram virkni í skynhreyfisvæði (e. sensorymotor cortex) vinstra heilahvels og skýrist það að öllum líkindum af því að vinstra heilahvel stjórnar hægri hönd, en hún var notuð til að spila nóturnar. Sömuleiðis var hægri hluti litla heila (e. cerebellum) virkur, en litli heili sér meðal annars um hreyfistjórn. Athugið að með 'virkni' er átt við 'meiri virkni en í samanburðarverkefninu'; heilinn er alltaf allur meira eða minna virkur eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?

Svæði í hægra hvirfilblaði voru þó frekar notuð í venjulegri nótnaskrift en þegar nótur voru táknaðar með orðum eða tölum. Höfundar túlka þessa niðurstöðu þannig að í venjulegri nótnaskrift skipti staðsetning nótnanna höfuðmáli, en að svo sé ekki þegar nótur eru táknaðar með orðum eða tölum. Hægra heilahvel er einmitt talið taka meiri þátt í rúmskynjun en vinstra heilahvel.

Miðað við niðurstöður Schön og félaga er því svarið við upphaflegu spurningunni að bæði heilahvelin koma að nótnalestri, en mismikið eftir því hvernig nóturnar eru táknaðar. Venjuleg nótnaskrift virðist vekja upp meiri virkni í hægra heilahveli en þegar nótur eru táknaðar með orðum eða tölum. Þó verður að hafa þann fyrirvara á niðurstöðunum að tilraunin var gerð á vönum tónlistarmönnum. Ekki er hægt að fullyrða að fólk sem ekki er vant því að lesa nótur noti til þess sömu heilasvæði og æfðir tónlistarmenn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimilir, hljóð og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

10.11.2006

Spyrjandi

Guðrún Svavarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6373.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 10. nóvember). Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6373

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6373>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?
Spurningin var svona í heild:

Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu?

Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist er fremur talin vekja upp virkni í hægra heilahveli. Þetta er þó ekki algilt og bendir sumt til þess að vanir tónlistarmenn noti vinstra heilahvelið í meira mæli við hlustun tónlistar. Þetta hefur verið túlkað á þá leið að óvanir skynji tónlist fremur sem eina heild og að slík skynjun sé háðari hægra heilahveli, en að æfðir hlustendur greini tónlistina niður og að slíkt reyni fremur á vinstra heilahvelið.

Schön og félagar (2002) leituðu svars við þeirri spurningu hvort hugar- og heilaferli að baki nótnalesti væru óháð orða- og talnalestri. Í tilrauninni voru notaðar þrenns konar aðferðir til að skrifa nótur: Tölur (1, 2, 3, 4, 5), orð (do, re, mí, fa, so) eða hefðbundin nótnaskrift í G-lykli (sjá mynd). Heilavirkni tónlistarmanna var mæld með starfrænni segulómmyndun (e. fMRI) á meðan þeir leystu tiltekin verkefni. Annars vegar áttu þeir að lesa nótnaskriftina og spila eftir henni á hljómborð. Hins vegar áttu þeir einfaldlega að ýta á tiltekinn hnapp í hvert sinn sem tölur, orð eða venjuleg nótnatákn birtust. Heilavirkni þeirra í þessum verkefnum var svo borin saman.


Nótnaskrift sem sýnir C-dúr skrifaðan í G-lykli. Með því að smella á myndina má hlusta á tónstigann.

Í ljós kom að í öllum tilfellum nótnalestrar urðu bæði heilahvelin virk, nánar tiltekið bæði hægra og vinstra hvirfilblað (e. parietal lobe, sjá nánar í svari Valtýs Stefánssonar Thors við spurningunni Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?). Einnig kom fram virkni í skynhreyfisvæði (e. sensorymotor cortex) vinstra heilahvels og skýrist það að öllum líkindum af því að vinstra heilahvel stjórnar hægri hönd, en hún var notuð til að spila nóturnar. Sömuleiðis var hægri hluti litla heila (e. cerebellum) virkur, en litli heili sér meðal annars um hreyfistjórn. Athugið að með 'virkni' er átt við 'meiri virkni en í samanburðarverkefninu'; heilinn er alltaf allur meira eða minna virkur eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?

Svæði í hægra hvirfilblaði voru þó frekar notuð í venjulegri nótnaskrift en þegar nótur voru táknaðar með orðum eða tölum. Höfundar túlka þessa niðurstöðu þannig að í venjulegri nótnaskrift skipti staðsetning nótnanna höfuðmáli, en að svo sé ekki þegar nótur eru táknaðar með orðum eða tölum. Hægra heilahvel er einmitt talið taka meiri þátt í rúmskynjun en vinstra heilahvel.

Miðað við niðurstöður Schön og félaga er því svarið við upphaflegu spurningunni að bæði heilahvelin koma að nótnalestri, en mismikið eftir því hvernig nóturnar eru táknaðar. Venjuleg nótnaskrift virðist vekja upp meiri virkni í hægra heilahveli en þegar nótur eru táknaðar með orðum eða tölum. Þó verður að hafa þann fyrirvara á niðurstöðunum að tilraunin var gerð á vönum tónlistarmönnum. Ekki er hægt að fullyrða að fólk sem ekki er vant því að lesa nótur noti til þess sömu heilasvæði og æfðir tónlistarmenn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimilir, hljóð og mynd

...