Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 273 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er stærsta blóm í heimi?

Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er lífsferill hrognkelsa?

Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?

Stórar og mjög skreyttar tertur eru stundum nefndar hnallþórur eftir persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðstertur. Orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Grímsvötn?

Grímsvötn liggja vestan til í miðjum Vatnajökli, nálægt norðurenda samnefnds eldstöðvakerfis sem er yfir 100 kílómetra langt og nær suður fyrir Lakagíga. Stór hluti þess liggur undir Vatnajökli. Þau eru virkasta eldstöð Íslands, og þekkt eru meira en 60 gos í og við Grímsvötn frá því um 1200. Jafnframt eru þau eit...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég sá sérstætt ísfyrirbrigði á mynd í gær, hringlaga skífur, þar sem brúnirnar virtust heldur þykkari en miðjan. Þetta var á reki í á sem rennur úr Meðalfellsvatni 11. nóvember, þar sem nokkrir félagar úr Fókusklúbbi áhugaljósmyndara voru á ferð. Einn maður viðstaddur myndasýn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað yrði köngulóarvefur sem næði kringum jörðina þungur?

Til eru margar tegundir af köngulóm og því er ekki þess að vænta að vefur þeirra sé allur eins. Sjálfsagt er það ein ástæðan til þess að heimildum ber ekki alveg saman um þessa hluti. En með þetta í huga verður hér aðeins gefin gróf hugmynd eða dæmi um massa köngulóarvefs. Slíkt er raunar oft gert í vísindum, ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni og hve margar af þeim finnast á Íslandi? Hverjar eru stærstar og hverjar eru minnstar?Orðið baktería er á íslensku aðallega notað um þá gerla sem valda sjúkdómum en í þessu svari verður gerð grein fyrir þekktum fjölda gerl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er fjöruarfi?

Fjöruarfi (Honckenya peploides) er af hjartagrasaætt (Caryophyllaceae) og vex eingöngu í fjörusandi allt í kringum landið. Mest er af honum á söndunum miklu við suðurströndina, sérstaklega á svæðinu milli Kúðafljóts og Eldvatns í Skaftárhreppi þar sem hann setur mikinn svip á ströndina. Hægt er að skoða kort af út...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?

Hraungúll (e. lava dome) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás á hallalitlu landi eða inni í vel afmarkaðri gígskál. Ef hallinn er nægilegur til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga, myndast hins vegar stokkahraun. Stundum storknar hraunkvikan í gosopin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru venjulegar augnlinsur slæmar fyrir augun?

Þegar rætt er um „venjulegar augnlinsur“ í dag er yfirleitt átt við svokallaðar mjúkar linsur (e. soft contact lenses) sem komu á heimsmarkaðinn um eða upp úr 1965 (Wichterle, Tékkóslóvakía) og eru gerðar úr ýmsum afbrigðum akrýlplastefna. Mjúkar linsur eru kallaðar ýmsum nöfnum við markaðssetningu til dæmis „íþró...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?

Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...

category-iconLífvísindi: almennt

Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?

Almennt má segja að veirur þoli betur kulda en hita. Veirur eru margar frostþolnar en fer það nokkuð eftir gerð veiranna og ekki síst eftir því í hvaða umhverfi veiran er. Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman ...

category-iconEfnafræði

Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd?

Hér er einnig svarað spurningunum:Tíu ára syni mínum langar svo að vita hvað fitusprenging í mjólk er. Hvernig virkar fitusprenging í mjólkurafurðum? Þ.e.a.s hvernig fer hún fram? Mjólk sem kemur beint úr spenum kúa inniheldur um 3,8-4,2% fituefni á formi fitukúla (e. fat globules). Þessar fitukúlur eru um 0,1...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin stór?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...

Fleiri niðurstöður