Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?

Þorvaldur Þórðarson

Hraungúll (e. lava dome) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás á hallalitlu landi eða inni í vel afmarkaðri gígskál. Ef hallinn er nægilegur til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga, myndast hins vegar stokkahraun. Stundum storknar hraunkvikan í gosopinu og verður eins konar tappi efst í gosrásinni. Slíkir tappar kýtast upp vegna aðstreymis að neðan og standa upp úr hrauninu eins og drangar. Þessi fyrirbæri nefnast hraunstöplar.

Hlíðarfjall við Mývatn er hraungúll.

Hraungúlar eru að forminu til óreglulegir gúlpar eða bungur sem hlaðast upp beint yfir gosopinu. Þeir hafa hringlaga eða sporöskjulaga grunnflöt og þverskurð hvelfingar eða stapa. Þvermál hraungúla er frá nokkrum tugum metra upp í einn kílómetra, en hæð þeirra er venjulega þriðjungur til helmingur þvermáls. Hæstu hraungúlar rísa ríflega 600 metra yfir landið umhverfis. Sumir eru stakir en aðrir mynda röð af gúlum á gossprungu sem getur verið allt að 20 kílómetra löng.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

9.2.2024

Spyrjandi

Anna Aradóttir

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18524.

Þorvaldur Þórðarson. (2024, 9. febrúar). Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18524

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18524>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?
Hraungúll (e. lava dome) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás á hallalitlu landi eða inni í vel afmarkaðri gígskál. Ef hallinn er nægilegur til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga, myndast hins vegar stokkahraun. Stundum storknar hraunkvikan í gosopinu og verður eins konar tappi efst í gosrásinni. Slíkir tappar kýtast upp vegna aðstreymis að neðan og standa upp úr hrauninu eins og drangar. Þessi fyrirbæri nefnast hraunstöplar.

Hlíðarfjall við Mývatn er hraungúll.

Hraungúlar eru að forminu til óreglulegir gúlpar eða bungur sem hlaðast upp beint yfir gosopinu. Þeir hafa hringlaga eða sporöskjulaga grunnflöt og þverskurð hvelfingar eða stapa. Þvermál hraungúla er frá nokkrum tugum metra upp í einn kílómetra, en hæð þeirra er venjulega þriðjungur til helmingur þvermáls. Hæstu hraungúlar rísa ríflega 600 metra yfir landið umhverfis. Sumir eru stakir en aðrir mynda röð af gúlum á gossprungu sem getur verið allt að 20 kílómetra löng.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....