Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 329 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?

Flestir hallast nú að því að risaeðlurnar hafi dáið út í hræðilegum náttúruhamförum sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabilanna (K/T-mörkin, fyrir 65 milljón árum), og þurrkuðu raunar út um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu. Sambærilegt aldauðaskeið, en þó enn þá altækara, varð á mörkum perm og trías fyri...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?

Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er sjósund í köldum sjó hollt?

Sjósund hefur ekki verið rannsakað mikið og því er lítið hægt að fullyrða um hollustu eða skaðsemi þess. Sjósund reynir á líkamann og almennt gildir að mátuleg áreynsla er holl. Regluleg og hæfileg áreynsla framkallar aðlögun í líffærakerfum okkar og það hefur sýnt sig að þannig er hægt auka lífslíkur og draga úr ...

category-iconNæringarfræði

Styrkir kúamjólk bein líkamans?

Mataræði er mikilvægur þáttur í því að byggja upp sterk bein. Bein er lifandi vefur og þarf eins og allir vefir líkamans á ýmsum næringarefnum að halda til þess að þroskast og vaxa eðlilega og til þess að viðhalda sér eftir að fullum vexti er náð. Styrkur beinagrindar byggist aðallega á kalksamböndum en í beinum e...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur langvarandi áhorf á sjónvarp og tölvuskjá haft skaðleg áhrif á augun?

Augun eru viðkvæm líffæri og vilja menn skiljanlega fara vel með þau. Flestir þekkja vingjarnlegar ábendingar á borð við: „Ekki lesa í svona miklu myrkri, það er svo óhollt fyrir augun“ eða: „Ekki horfa í ljósið, það er ekki gott fyrir augun“. Með nýrri tækni hefur ógnunum síðan fjölgað og þekkja flestir þá trú að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna synda hvalir upp á land?

Nokkuð algengt er að hvalir syndi á land, en engu að síður eru orsakirnar fyrir því lítt þekktar. Ef tíðni þess er könnuð kemur í ljós að sumar tegundir stranda oftar en aðrar. Til dæmis er afar sjaldgæft að háhyrningar (Orcinus orca) og stökklar (e. bottlenose dolphin, Tursiops truncatus) strandi. Grindhvalir (Gl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á kúptu og hvelfdu falli, það er að segja hvernig snúa þau?

Til þess að allir viti hvað um er rætt skulum við líta á skilgreininguna á kúptum og hvelfdum föllum. Látum I vera bil í rauntölunum og f vera fall frá I í rauntölurnar. Þá er f sagt vera kúpt ef um öll x og y í I gildir að \[f(tx+(1-t)y)\leq tf(x)+(1-t)f(y)\] fyrir öll t milli 0 og 1. Kúpt fall á bili ásamt pu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast?

Vaxtarhraði stelpna nær hámarki um það bil ári áður en þær byrja á blæðingum. Eftir að blæðingar hefjast dregur úr vaxtarhraðanum en vöxtur hættir þó ekki, stelpur geta hækkað um 5-6 cm eftir að blæðingar hefjast. Nákvæmlega hvenær vöxtur stöðvast er einstaklingsbundið en ekki er óalgengt að það sé einu til tveimu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Til hvers er leysiljós notað?

Leysirinn hefur valdið þáttaskilum í ljósfræði og á öllum sviðum eðlisfræði og efnafræði sem nota ljósgjafa sem rannsóknartæki. Leysiljósið hefur sömuleiðis komið af stað tæknibyltingu á fjölda hagnýtra sviða, svo sem mælitækni, fjarskiptum, fjölmiðlun, vélsmíði, hertækni og læknisfræði. Leysigeislaskannar eru ...

category-iconLæknisfræði

Er til fólk með rafsegulóþol?

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp símann?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við talsímann. Uppfinning hans er tileinkuð uppfinningamanninum Alexander Graham Bell (1847-1922). Við orðum þetta svona því að margir vísinda- og uppfinningamenn gerðu tilkall til þess að hafa fundið hann upp og höfðu keppst um að verða fyrstur í mark. Bell fékk reyndar einka...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?

Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Öll vitum við að líkamsrækt styrkir vöðva og örvar blóðflæði um líkamann, flutning súrefnis frá lungum til vöðva og koltvísýrings frá vöðvum að lungum. En getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum? Kjarni þess sem ég er hugsa, er að ég vildi gjarnan fá einfalt svar við því hv...

category-iconHugvísindi

Hvað tóku siglingar á landnámsöld langan tíma?

Tíminn sem það tók að sigla tiltekna leið á landnámsöld var mjög breytilegur. Menn hafa verið fljótastir þegar þeir höfðu hæfilegan meðbyr en mestan tíma tók ferðin ef mótvindur var eða svo hvasst að öldugangur knúði menn til að slá af ferðinni. Stundum tók ferðin þá mjög langan tíma, til dæmis nær allt sumarið. E...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?

Uppruni hefða og siða er oft ansi óljós. Vitanlega eru til margar skýringar á hinum ýmsu siðum sem okkur kann að virðast sennilegar en það sem þykir „eðlilegt“ nú þarf ekki að hafa viðgengist fyrir hundruðum ára. Að heilsa að hermannasið virðist upprunlega tengjast nokkuð þeirri hefð að heilsa með hægri hendi....

Fleiri niðurstöður