Þrátt fyrir að þetta séu allt skemmtilegar og í raun fremur sennilegar skýringar, þá er ekki víst að þessi siður nái mikið lengra aftur en til ársins 1745. Í sérstakri hersveitartilskipun í Englandi frá 1745 kemur fram að mönnum sé nú uppálagt að taka ekki ofan hatta sína er þeir mæti liðsforingja, eða tali við þá, heldur ættu þeir einungis að bera hönd upp að hatti sínum og beygja sig er þeir gengju fram hjá. Árið 1762 er svo ritað að ekkert óhreinki hattinn meira og jafnvel skemmi en að taka hattinn ofan í tíma og ótíma og því ættu menn einungis að bera hönd upp að hattinum. Að lokum mætti nefna eitt er tengist skítugum höttum en í breska flotanum notuðu menn hvíta hanska til að verja hendurnar er þeir dittuðu að skipunum. Þeir urðu því óneitanlega ansi skítugir. Menn vildu ekki beina skítugri hendinni að yfirmönnum sínum svo að lófinn var látinn snúa niður þegar heilsað var með því að bera hönd upp að hatti. Þessar skýringar geta hafað tvinnast saman í gegnum árin og orðið að hinni alþekktu kveðju hermanna. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum? eftir Árna Helgason
- Hvers vegna er það siður að "gabba" fólk fyrsta apríl? eftir Unnar Árnason
- The Origins of Saluting
- About.com - U.S. Military Salutes
- Wikipedia.com - Salute
- Wikipedia.com - mynd. Sótt 29.6.2010.
Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið, það er bera höndina upp að enninu þegar heilsað er?