
Það er gömul hefð að halda upp á 1. apríl á einhvern hátt. Á miðöldum var haldið upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars og 1. apríl var þá síðasti og áttundi dagurinn í þeim hátíðahöldum. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkilegar hátíðir í átta daga. Myndin er úr tíðabók frá fyrri hluta 15. aldar og sýnir aprílmánuð.
- Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993.
- Très Riches Heures du Duc de Berry - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 1.04.2015).