Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Styrkir kúamjólk bein líkamans?

Bryndís Eva Birgisdóttir

Mataræði er mikilvægur þáttur í því að byggja upp sterk bein. Bein er lifandi vefur og þarf eins og allir vefir líkamans á ýmsum næringarefnum að halda til þess að þroskast og vaxa eðlilega og til þess að viðhalda sér eftir að fullum vexti er náð. Styrkur beinagrindar byggist aðallega á kalksamböndum en í beinum eru 99% alls kalkforða líkamans eða samtals um 1 kg. Þar sem kúamjólk og kúamjólkurafurðir eru ríkar af kalki geta þær skipt miklu máli.

Það er auðvelt að fá nóg af kalki með því að neyta mjólkur og mjólkurafurða, en þessar vörur gáfu um 73% af kalki í fæðu landsmanna í síðustu neyslukönnun Manneldisráðs. Kalk er einnig að finna í smáfiskum eða síld þar sem beinin eru borðuð með, og svo í minna magni í sumu grænmeti og heilum kornvörum.

Það er auðvelt að fá nóg af kalki með því að neyta mjólkur og mjólkurafurða.

Það er þó alls ekki nóg að einblína á eitt næringarefni þegar kemur að beinþéttni, heldur eru það mörg næringarefni sem vinna saman að því að gera beinin sterk. Við verðum þannig einnig að fá fullnægjandi magn prótína, kalks, fosfórs, D-vítamíns, sinks, magnesíns, kopars, C-vítamíns og A-vítamíns en öll þessi efni og líklega fleiri til leggja sitt af mörkum til þess að styrkja beinin og gera þau heilbrigð og fjaðurmögnuð. Til dæmis nýtist kalkið okkur ekki nema við fáum nóg af D-vítamíni.

Aðrir þættir sem skipta máli þegar talað er um styrk beina eru erfðir, líkamsþyngd (það ekki er gott að vera mjög léttur) og reykingar, auk þess sem ýmsir sjúkdómar og lyf geta haft slæm áhrif. Til þess að öðlast sterk bein er regluleg hreyfing einnig lykilatriði.

Það má því segja að mjólk geti átt stóran þátt í að styrkja beinin, en fleira þarf að koma til.

Mynd:

Höfundur

doktor í næringarfræði

Útgáfudagur

11.3.2000

Síðast uppfært

17.5.2022

Spyrjandi

Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tilvísun

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Styrkir kúamjólk bein líkamans?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=220.

Bryndís Eva Birgisdóttir. (2000, 11. mars). Styrkir kúamjólk bein líkamans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=220

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Styrkir kúamjólk bein líkamans?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=220>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Styrkir kúamjólk bein líkamans?
Mataræði er mikilvægur þáttur í því að byggja upp sterk bein. Bein er lifandi vefur og þarf eins og allir vefir líkamans á ýmsum næringarefnum að halda til þess að þroskast og vaxa eðlilega og til þess að viðhalda sér eftir að fullum vexti er náð. Styrkur beinagrindar byggist aðallega á kalksamböndum en í beinum eru 99% alls kalkforða líkamans eða samtals um 1 kg. Þar sem kúamjólk og kúamjólkurafurðir eru ríkar af kalki geta þær skipt miklu máli.

Það er auðvelt að fá nóg af kalki með því að neyta mjólkur og mjólkurafurða, en þessar vörur gáfu um 73% af kalki í fæðu landsmanna í síðustu neyslukönnun Manneldisráðs. Kalk er einnig að finna í smáfiskum eða síld þar sem beinin eru borðuð með, og svo í minna magni í sumu grænmeti og heilum kornvörum.

Það er auðvelt að fá nóg af kalki með því að neyta mjólkur og mjólkurafurða.

Það er þó alls ekki nóg að einblína á eitt næringarefni þegar kemur að beinþéttni, heldur eru það mörg næringarefni sem vinna saman að því að gera beinin sterk. Við verðum þannig einnig að fá fullnægjandi magn prótína, kalks, fosfórs, D-vítamíns, sinks, magnesíns, kopars, C-vítamíns og A-vítamíns en öll þessi efni og líklega fleiri til leggja sitt af mörkum til þess að styrkja beinin og gera þau heilbrigð og fjaðurmögnuð. Til dæmis nýtist kalkið okkur ekki nema við fáum nóg af D-vítamíni.

Aðrir þættir sem skipta máli þegar talað er um styrk beina eru erfðir, líkamsþyngd (það ekki er gott að vera mjög léttur) og reykingar, auk þess sem ýmsir sjúkdómar og lyf geta haft slæm áhrif. Til þess að öðlast sterk bein er regluleg hreyfing einnig lykilatriði.

Það má því segja að mjólk geti átt stóran þátt í að styrkja beinin, en fleira þarf að koma til.

Mynd:...