Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2094 svör fundust
Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?
Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla? Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra d...
Hver fann reikistjörnuna Mars?
Fimm reikistjörnur sólkerfisins eru sýnilegar berum augum. Þær eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þær sjást yfirleitt á hverri nóttu þegar myrkur er og heiðskírt. Þó sjást þær ekki þegar þær eru svo nálægt sól, frá jörð að sjá, að þær eru aðeins fyrir ofan sjóndeildarhring meðan dagur er á lofti. Sum...
Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?
Sú tegund manna sem yfirleitt er nefnd Homo neanderthalensis heitir fullu nafni á fræðimáli Homo sapiens neanderthalensis. Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn. Hefð er fyrir því að rita dýra- og plöntunöfn sem mynduð eru með sérnafni með litlum upphafsstaf, samanber til dæmis grænlandshákarl og baldurs...
Hvað eru 296 dollarar margar krónur?
Þegar þetta er skrifað á fyrstu dögum júlímánaðar árið 2012 er gengi Bandaríkjadals um 125 kr., það er fyrir 125 kr. fæst 1 Bandaríkjadalur, samkvæmt vef Seðlabanka Íslands. Áður hefur verið fjallað um hverju munurinn á kaup- og sölugengi gjaldmiðla sætir en þann 4. júlí árið 2012 var kaupgengi Bandaríkjadals 1...
Hvað eru vúlkönsk eldgos?
Gos sumra eldstöðva einkennast af stökum kröftugum sprengingum. Milli þeirra geta liðið mínútur eða klukkustundir, en hver sprenging getur staðið í nokkrar mínútur og myndað gosmökk sem nær allt að 20 kílómetra hæð. Þetta eru vúlkönsk gos, nefnd eftir ítölsku eldfjallaeynni Vulcano. Kvikan er yfirleitt ísúr og því...
Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?
Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...
Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?
Limra er bragarháttur sem kom upp í enskum skáldskap á fyrri hluta 19. aldar. Á ensku nefnst limrur limerick en uppruni orðsins er ekki kunnur. Á Írlandi er til borg með sama nafni. Fyrstu prentuðu limrurnar birtust í bókunum Anecdotes and Adventures of Fifteen Young Ladies og The History of Sixteen Wonderful Old ...
Hvaða áhrif hefur verð á vörum á kauphegðun og neytendur almennt?
Margir halda því fram að neytendur velji yfirleitt ódýrari vörur en þær dýrari. Frávik frá þeirri reglu eru engu að síður margvísleg. Innan markaðsfræða og skyldra greina ríkir nokkuð almenn sátt um það að verð getur bæði haft aðlaðandi og fælandi áhrif á kauphegðun. Neytendur virðast nota verð sem vísbendingu um ...
Hver eru helstu einkenni lungnakrabbameins?
Lungnakrabbamein á byrjunarstigi eru oftast án einkenna. Þegar æxlið stækkar getur það farið að gefa einkenni sem fara þá eftir því hvar það er í lunganu. Til dæmis getur æxli sem þrengir að eða lokar berkju valdið því að slím safnist fyrir neðan við þrengslin. Bakteríur lifa góðu lífi í slíminu og lungnabólga myn...
Af hverju verður fólk feitt?
Eins og með margt annað ákvarðast holdafar fólks af umhverfisþáttum og erfðum. Í grunninn er tvennt sem ræður því hversu feitur einstaklingur er. Annars vegar fer það eftir fjölda fitufrumna og hins vegar eftir stærð þeirra. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann leitast við að halda þyngdinni stöðugri. Ef við...
Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?
Páfugl (Pavo cristatus) er ein af tveimur tegundum páfugla af ættkvíslinni Pavo sem er innan ættar Phasianidae eða fasanaættar. Hin tegundin er grænpáfuglinn (P. muticus) sem lifir í Indókína. Páfuglinn, sem einnig er nefndur indverski páfuglinn (e. indian peafowl), er þjóðarfugl Indlands. Þar þykir hann mikil ger...
Hvernig á að setja upp vindhana?
Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...
Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?
Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn til...
Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri réttara nafn á Hleiðólfsfjalli/Hlíðólfsfjalli ekki Leiðólfsfjall? Leiðólfur kappi var landnámsmaður og frændi Gunnólfs kroppa sem gaf Gunnólfsfelli sitt nafn. Er ekki líklegt að fjallið hafi upphaflega verið nefnt eftir Leiðólfi? Minnst er á Leiðólf kappa í Landn...
Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu. Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og...