Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru vúlkönsk eldgos?

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson

Gos sumra eldstöðva einkennast af stökum kröftugum sprengingum. Milli þeirra geta liðið mínútur eða klukkustundir, en hver sprenging getur staðið í nokkrar mínútur og myndað gosmökk sem nær allt að 20 kílómetra hæð. Þetta eru vúlkönsk gos, nefnd eftir ítölsku eldfjallaeynni Vulcano. Kvikan er yfirleitt ísúr og því seig. Aðstreymi hennar er frekar hægt, og efsti hluti kvikusúlunnar getur kólnað í gosrásinni og stífnað. Undir þessum tappa safnast bráðin kvika, auk kvikugasa og jafnvel vatnsgufu úr aðliggjandi jarðlögum sem valda auknum þrýstingi í gosrásinni. Að lokum brotnar tappinn og flikki úr storknuðu hrauni ásamt ösku og gasi þeytist upp með miklum hvelli.

Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 bar ýmis einkenni vúlkanskra gosa.

Gjóska getur borist nokkuð víða en í litlu magni. Erlendis eru vúlkanskar sprengingar algengar í eldkeilum á samrekssvæðum, til dæmis í Indónesíu og í Mið- og Suður-Ameríku. Þær verða oft í tengslum við súra hraungúla, svo sem þegar gúll hrynur og þrýstingi léttir skyndilega af kviku í gosrás. Gjóskuflóð geta fylgt ef gúll hrynur eða gosmökkur er efnismikill. Þessi gerð eldvirkni er ekki algeng hér á landi, en gæti þó átt við gos í Eyjafjallajökli 1821-1823 og 2010.

Þeytigos getur haft mikil áhrif á flugsamgöngur, eins og sannaðist í Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Flugvellir um alla Evrópu lokuðust dögum saman vegna gosösku í háloftum og aflýsa þurfti tugþúsundum flugferða. Íslensku flugfélögin urðu hvað eftir annað að hætta flugi innanlands, og millilandaflug gekk skrykkjótt. Ameríkufluginu var stundum beint til Glasgow og farþegar fluttir þaðan til Akureyrar eða Egilsstaða, þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna gjóskuskýja.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 305.

Höfundar

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

5.6.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru vúlkönsk eldgos?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2013, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65375.

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. (2013, 5. júní). Hvað eru vúlkönsk eldgos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65375

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru vúlkönsk eldgos?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2013. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65375>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru vúlkönsk eldgos?
Gos sumra eldstöðva einkennast af stökum kröftugum sprengingum. Milli þeirra geta liðið mínútur eða klukkustundir, en hver sprenging getur staðið í nokkrar mínútur og myndað gosmökk sem nær allt að 20 kílómetra hæð. Þetta eru vúlkönsk gos, nefnd eftir ítölsku eldfjallaeynni Vulcano. Kvikan er yfirleitt ísúr og því seig. Aðstreymi hennar er frekar hægt, og efsti hluti kvikusúlunnar getur kólnað í gosrásinni og stífnað. Undir þessum tappa safnast bráðin kvika, auk kvikugasa og jafnvel vatnsgufu úr aðliggjandi jarðlögum sem valda auknum þrýstingi í gosrásinni. Að lokum brotnar tappinn og flikki úr storknuðu hrauni ásamt ösku og gasi þeytist upp með miklum hvelli.

Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 bar ýmis einkenni vúlkanskra gosa.

Gjóska getur borist nokkuð víða en í litlu magni. Erlendis eru vúlkanskar sprengingar algengar í eldkeilum á samrekssvæðum, til dæmis í Indónesíu og í Mið- og Suður-Ameríku. Þær verða oft í tengslum við súra hraungúla, svo sem þegar gúll hrynur og þrýstingi léttir skyndilega af kviku í gosrás. Gjóskuflóð geta fylgt ef gúll hrynur eða gosmökkur er efnismikill. Þessi gerð eldvirkni er ekki algeng hér á landi, en gæti þó átt við gos í Eyjafjallajökli 1821-1823 og 2010.

Þeytigos getur haft mikil áhrif á flugsamgöngur, eins og sannaðist í Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Flugvellir um alla Evrópu lokuðust dögum saman vegna gosösku í háloftum og aflýsa þurfti tugþúsundum flugferða. Íslensku flugfélögin urðu hvað eftir annað að hætta flugi innanlands, og millilandaflug gekk skrykkjótt. Ameríkufluginu var stundum beint til Glasgow og farþegar fluttir þaðan til Akureyrar eða Egilsstaða, þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna gjóskuskýja.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 305.

...