Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verða eldkeilur til?

Ármann Höskuldsson

Eldkeilur, en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll, myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Eldkeilur geta verið virkar svo hundruðum þúsunda ára skiptir. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjóskulög eru á víxl.

Fúsíjama í Japan.

Eldkeilur gjósa yfirleitt þróaðri kviku, það er kviku sem hefur breytt um efnasamsetningu í kvikuhólfi undir eldfjallinu. Lesa má um kvikuhólf í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er megineldstöð?

Eldkeilur eru algengastar á svæðum þar sem úthafsskorpa gengur inn undir meginlandsskorpu og verður kvikan sem fæðir eldfjöllin til við uppbræðslu, en lítillega er fjallað um gosvirkni á þess konar flekamótum í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll? Þannig er eldkeilur að finna hringinn í kringum Kyrrahafið til að mynda Mt. St. Helens í Washingtonfylki í Bandaríkjunum, Redoubt í Alaska og Fúsíjama í Japan.

Mt. St. Helens í Bandaríkjunum.

Eldkeilur finnast víðar, til dæmis Vesúvíus og Etna á Ítalíu. Ennfremur er nokkrar eldkeilur að finna á Íslandi. Þekktastar þeirra og að margra mati þær fallegustu eru Hekla, Eyjafjallajökull og Snæfellsjökull. Hekla er raunar ílöng eftir gossprungustefnu og því ekki keilulaga nema horft sé á hana úr suðvestri. Hún er því gjarnan flokkuð sem eldhryggur en slíkir hryggir myndast á sama hátt og eldkeilur, það er við síendurtekin gos, að því undanskildu að kvikan kemur upp á fleiri en einum stað.

Myndir:

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

9.11.2005

Síðast uppfært

2.12.2021

Spyrjandi

Viktor Birgisson

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvernig verða eldkeilur til?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5394.

Ármann Höskuldsson. (2005, 9. nóvember). Hvernig verða eldkeilur til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5394

Ármann Höskuldsson. „Hvernig verða eldkeilur til?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5394>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða eldkeilur til?
Eldkeilur, en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll, myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Eldkeilur geta verið virkar svo hundruðum þúsunda ára skiptir. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjóskulög eru á víxl.

Fúsíjama í Japan.

Eldkeilur gjósa yfirleitt þróaðri kviku, það er kviku sem hefur breytt um efnasamsetningu í kvikuhólfi undir eldfjallinu. Lesa má um kvikuhólf í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er megineldstöð?

Eldkeilur eru algengastar á svæðum þar sem úthafsskorpa gengur inn undir meginlandsskorpu og verður kvikan sem fæðir eldfjöllin til við uppbræðslu, en lítillega er fjallað um gosvirkni á þess konar flekamótum í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll? Þannig er eldkeilur að finna hringinn í kringum Kyrrahafið til að mynda Mt. St. Helens í Washingtonfylki í Bandaríkjunum, Redoubt í Alaska og Fúsíjama í Japan.

Mt. St. Helens í Bandaríkjunum.

Eldkeilur finnast víðar, til dæmis Vesúvíus og Etna á Ítalíu. Ennfremur er nokkrar eldkeilur að finna á Íslandi. Þekktastar þeirra og að margra mati þær fallegustu eru Hekla, Eyjafjallajökull og Snæfellsjökull. Hekla er raunar ílöng eftir gossprungustefnu og því ekki keilulaga nema horft sé á hana úr suðvestri. Hún er því gjarnan flokkuð sem eldhryggur en slíkir hryggir myndast á sama hátt og eldkeilur, það er við síendurtekin gos, að því undanskildu að kvikan kemur upp á fleiri en einum stað.

Myndir:...