Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund?

Sigurður Steinþórsson

Hér mun vera átt við bergtegund fremur en steintegund. Þegar Eyjafjallajökull gaus síðast, árið 1821-23 var kvikan ísúr til súr (andesít til dasít), líkt og í Heklu. Slík bergkvika er svo seigfljótandi að hún veldur sprengigosum.

Gosið 1821-23 varð á um 2 km langri sprungu í toppgígnum, gosmökkurinn reis hátt fyrstu vikuna og talsvert öskufall varð, en meginmökkurinn barst til norðvesturs. Í upphafi gossins hljóp vatnsflóð úr gígnum niður í Markarfljót.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd af sprengigosi: USGS

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

1.11.2000

Spyrjandi

Knútur Finnbogason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1064.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 1. nóvember). Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1064

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1064>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund?
Hér mun vera átt við bergtegund fremur en steintegund. Þegar Eyjafjallajökull gaus síðast, árið 1821-23 var kvikan ísúr til súr (andesít til dasít), líkt og í Heklu. Slík bergkvika er svo seigfljótandi að hún veldur sprengigosum.

Gosið 1821-23 varð á um 2 km langri sprungu í toppgígnum, gosmökkurinn reis hátt fyrstu vikuna og talsvert öskufall varð, en meginmökkurinn barst til norðvesturs. Í upphafi gossins hljóp vatnsflóð úr gígnum niður í Markarfljót.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd af sprengigosi: USGS...