Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi?

Sigurður Steinþórsson

Sprengigos einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl en í flæðigosum (hraungosum) kemur nær eingöngu upp hraun. Það fer svo eftir efnasamsetningu kvikunnar hversu þunn- eða seigfljótandi hún er. Í flestum tilfellum er þó um að ræða blönduð gos þar sem gosefnin eru bæði gjóska og hraun.

Sprengigos einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl og þau stafa aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting.

Með vísan í spurninguna þá er það einkum tvennt sem ræður því hvort gos verður sprengigos eða seigfljótandi gos, seigja hraunkvikunnar og hraði hennar upp gosrásina.

Sprengigos stafa aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Ágætt samanburðardæmi úr daglega lífinu er þegar tappi er tekinn af gosflösku, en þá losnar koltvíildi (CO2) úr vatnslausninni og hún freyðir. Sé flaskan hrist gerist þetta ennþá hraðar og mikill þrýstingur myndast, því 500-faldur rúmmálsmunur er á CO2 í vatnslausn og CO2 sem gasi: 1 millilítri í lausn verður hálfur lítri af gasi.

Í flæðigosum (hraungosum) kemur nær eingöngu upp hraun.

Bergbráð djúpt í jörðu getur innihaldið allt frá 0,5% upp í 4-5% af vatni í lausn, en þegar bráðin rís og þrýstingurinn lækkar (tappinn tekinn af flöskunni) losnar vatnið úr bráðinni og hún freyðir. Þarna verður rúmmálsmunurinn milli vatns í lausn og sem gufu ennþá meiri vegna hitaþenslunnar eða um 5000-faldur. Þess vegna skiptir það miklu hve hratt bráðin rís upp gosrásina. Rísi bráðin hægt losnar vatnið rólega úr henni og sleppur út í andrúmsloftið en hraunkvikan rennur sína leið eftir yfirborði jarðar (hraungos). Rísi hún hratt verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp (sprengigos).

Mælifell.

Seigja hraunkviku er háð tvennu, efnasamsetningu hennar og styrk vatns í lausn. Kísilrík bráð (rhýólít, líparít) inniheldur venjulega meira vatn en kísilsnauð bráð (basalt), en samt er hún margfalt seigari. Líparítkvika breiðist því yfirleitt lítið út. Talið er að ýmis rhýólít-fjöll, eins og Mælifell fyrir ofan Búðir á Snæfellsnesi, hafi myndast við svonefnt „troðgos“ þegar hin seigfljótandi kvika hrúgaðist upp yfir gosopinu og myndaði hraungúl.

Heklugos.

Seigfljótandi kvika getur hins vegar valdið sprengigosi því sprengigos í eldfjöllum eins og Öskju (1875), Öræfajökli (1362), Heklu (1104) og Snæfellsjökli (fyrir um 2000 árum) verða þegar tiltölulega vatnsrík og seigfljótandi kvika rís hratt upp gosrásina. Þá hjálpast að mikið vatn (ef til vill 1-3%) og mikil seigja kvikunnar til þess að gera sprengikraftinn sem mestan.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

3.4.2003

Síðast uppfært

12.3.2021

Spyrjandi

Róbert Bjarnason, Júlía Arnardóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2003, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3308.

Sigurður Steinþórsson. (2003, 3. apríl). Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3308

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2003. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3308>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi?
Sprengigos einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl en í flæðigosum (hraungosum) kemur nær eingöngu upp hraun. Það fer svo eftir efnasamsetningu kvikunnar hversu þunn- eða seigfljótandi hún er. Í flestum tilfellum er þó um að ræða blönduð gos þar sem gosefnin eru bæði gjóska og hraun.

Sprengigos einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl og þau stafa aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting.

Með vísan í spurninguna þá er það einkum tvennt sem ræður því hvort gos verður sprengigos eða seigfljótandi gos, seigja hraunkvikunnar og hraði hennar upp gosrásina.

Sprengigos stafa aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Ágætt samanburðardæmi úr daglega lífinu er þegar tappi er tekinn af gosflösku, en þá losnar koltvíildi (CO2) úr vatnslausninni og hún freyðir. Sé flaskan hrist gerist þetta ennþá hraðar og mikill þrýstingur myndast, því 500-faldur rúmmálsmunur er á CO2 í vatnslausn og CO2 sem gasi: 1 millilítri í lausn verður hálfur lítri af gasi.

Í flæðigosum (hraungosum) kemur nær eingöngu upp hraun.

Bergbráð djúpt í jörðu getur innihaldið allt frá 0,5% upp í 4-5% af vatni í lausn, en þegar bráðin rís og þrýstingurinn lækkar (tappinn tekinn af flöskunni) losnar vatnið úr bráðinni og hún freyðir. Þarna verður rúmmálsmunurinn milli vatns í lausn og sem gufu ennþá meiri vegna hitaþenslunnar eða um 5000-faldur. Þess vegna skiptir það miklu hve hratt bráðin rís upp gosrásina. Rísi bráðin hægt losnar vatnið rólega úr henni og sleppur út í andrúmsloftið en hraunkvikan rennur sína leið eftir yfirborði jarðar (hraungos). Rísi hún hratt verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp (sprengigos).

Mælifell.

Seigja hraunkviku er háð tvennu, efnasamsetningu hennar og styrk vatns í lausn. Kísilrík bráð (rhýólít, líparít) inniheldur venjulega meira vatn en kísilsnauð bráð (basalt), en samt er hún margfalt seigari. Líparítkvika breiðist því yfirleitt lítið út. Talið er að ýmis rhýólít-fjöll, eins og Mælifell fyrir ofan Búðir á Snæfellsnesi, hafi myndast við svonefnt „troðgos“ þegar hin seigfljótandi kvika hrúgaðist upp yfir gosopinu og myndaði hraungúl.

Heklugos.

Seigfljótandi kvika getur hins vegar valdið sprengigosi því sprengigos í eldfjöllum eins og Öskju (1875), Öræfajökli (1362), Heklu (1104) og Snæfellsjökli (fyrir um 2000 árum) verða þegar tiltölulega vatnsrík og seigfljótandi kvika rís hratt upp gosrásina. Þá hjálpast að mikið vatn (ef til vill 1-3%) og mikil seigja kvikunnar til þess að gera sprengikraftinn sem mestan.

Myndir:

...