Stöku sinnum uppgötvast krabbamein í lungum fyrir tilviljun, það er á lungnamynd sem tekin er af öðrum ástæðum (fyrir skurðaðgerð, vegna heilbrigðisvottorðs og svo framvegis). Sjúkdómurinn er þá oftar á byrjunarstigi og þess vegna meiri líkur til þess að unnt sé að lækna hann. Leiti sjúklingur hins vegar læknis vegna einkenna frá lungum, þá er sjúkdómurinn yfirleitt það langt genginn að ekki er unnt að lækna sjúklinginn. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig myndast lungnakrabbamein? eftir Höllu Skúladóttur
- Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími? eftir Höllu Skúladóttur
- Lung cancer á Wikipedia. Sótt 30. 8. 2010.