Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1302 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær fólk appelsínuhúð og hvað er hægt að gera við henni?

Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Appelsínuhúð er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk Í öllum fituvef og öðrum ...

category-iconLæknisfræði

Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?

Í svari Evu Benediktsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama? er veirum lýst svo:Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vitað um sjúkdóminn galaktósíalídósis?

Galaktósíalídósis er einn af sjö þekktum sjúkdómum sem tengjast geymslu sykurprótína. Þetta eru arfgengir sjúkdómar í flokki kvilla sem kallast leysibólugeymslusjúkdómar. Leysibólur eru frumulíffæri sem innihalda ensím sem sundra margs konar smásykrum (e. oligosaccharides) sem er sífellt verið að mynda og brjóta n...

category-iconSálfræði

Hvers vegna selja menn frekar á verðinu 999 í stað 1000 kr? Er þetta eitthvað sálrænt?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að frekar óalgengt er að vöruverð sé rúnnuð tala eins og 1000 kr. Varan er gjarnan nokkrum krónum ódýrari og því til að mynda seld á 999 kr. Sú aðferð að verðleggja vörur á þennan hátt gengur undir ýmsum nöfnum, þar á meðal odd pricing, psychological pricing og customary pricing...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?

Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w. Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir: að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur bláeygt par eignast græneygt barn?

Augnlitur okkar stafar af litarefninu melaníni í lithimnu augans. Ef lítið sem ekkert er af melaníni í ysta hluta lithimnunnar fáum við blá augu en annars græn eða brún og auðvitað ýmsa tóna þar á milli. Það sem ræður augnlit okkar (magni af melaníni í lithimnunni) eru þau gen sem við erfum frá foreldrum okkar...

category-iconJarðvísindi

Hver er efnasamsetning kviku/hrauns?

Storkuberg er flokkað annars vegar eftir efnasamsetningu og hins vegar kornastærð, það er hraða kristöllunar. Þannig er efnasamsetning basaltglers (til dæmis í móbergi), basalts (blágrýtis), grágrýtis og gabbrós hin sama, en kornastærðin ólík eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er mun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?

Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?

Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi. Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru v...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fá konur hárlos skömmu eftir fæðingu?

Fjöldi höfuðhára er yfirleitt á bilinu 100.000 til 150.000. Við venjulegar kringumstæður eru um 90% af hárinu á höfði manns að vaxa á hverjum tíma og um 10% í dvala eða hvíld. Hvíldin getur staðið í tvo til þrjá mánuði en að lokum losna hárin sem voru í dvala og falla af en ný hár taka að vaxa í þeirra stað. Áætla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?

Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en ke...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að mæla landrek út frá eldsumbrotum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig fer landrek fram? Jarðvísindamaður staddur við Holuhraun fullyrti að hægt væri að mæla landrek út frá núverandi eldsumbrotum? Landrek skýrist af flekareki en samkvæmt flekakenningunni skiptist ysta skurn jarðarinnar, stinnhvolfið, í allmarga fleka sem eru á sífelldr...

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti kvikmyndaleikstjórinn?

Þessu er ekki auðsvarað því að í spurningunni er fólgin önnur vandmeðfarin spurning: Hvað er kvikmyndaleikstjóri? Það er alveg ljóst að þeir sem stýrðu kvikmyndatökuvélunum í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru litu ekki á sig sem leikstjóra í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Þeir voru fyrst og frems...

category-iconJarðvísindi

Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?

Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....

Fleiri niðurstöður