- Offita veldur ekki appelsínuhúð - margir þolendur eru grannir á meðan margir sem eru of þungir eru lausir við hana.
- Eldra fólk hefur meiri appelsínuhúð en yngra fólk, þrátt fyrir að hún sé vel þekkt hjá unglingum.
- Engin lækning er til við appelsínuhúð, enda er hér ekki um sjúkdóm að ræða heldur ástand.
- Hugsaðu um mataræðið:
- Varastu ofþornun og gakktu úr skugga um að þú fáir nægilegt vatn á hverjum degi (7 glös á dag).
- Forðastu ofneyslu á kaffi, áfengi og mjög fituríkri fæðu, eins og súkkulaði og öðru sælgæti.
- Vertu viss um að fá nóg af trefjaefnum úr fæðunni. Gott er að miða við 30 grömm á dag.
- Borðaðu ferska ávexti reglulega.
- Hættu að reykja. Reykingar valda æðaþrengingu og hægja því á blóðrásinni.
- Forðastu óþarfa lyf, einkum lyf sem hafa áhrif á geð og á vatnsbúskap (laxerandi lyf og vatnspillur).
- Stundaðu líkamsrækt reglulega, helst úti í fersku lofti. Hún örvar blóðrás og hefur jákvæð áhrif á líkamann.
- Ekki leyfa streitu að ná tökum á þér. Gerðu slökun að ómissandi dagskrárlið á hverjum degi. Streita leiðir til spennu í vöðvum og bandvef í kring og ýtir undir myndun appelsínuhúðar.
Þeim sem vilja lesa meira á Vísindavefnum um húðina er bent á svör við spurningunum:
- Er húðin líffæri? eftir Stefán B. Sigurðsson
- Hvers vegna fær fólk hrukkur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Af hverju fær fólk bólur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Af hverju skilja sár eftir sig ör? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson