Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?

Gunnar Þór Magnússon

Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi.

Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru við störf í Kína. Evrópubúarnir gáfu borginni ekki þetta nafn, heldur er Peking tilraun þeirra til að umrita kínverskt nafn borgarinnar með vestrænu stafrófi. Líklega er umritunin nálægt þeim framburði sem borgin hafði þá. Nafnið festist í sessi og næstu nokkur hundruð ár töluðu flestir Vesturlandabúar um Peking þegar þeir áttu við höfuðborg Kína.



Þýskt póstkort frá því um 1900 þar sem höfuðborg Kína er kölluð Peking.

Frá og með 17. öld varð hljóðbreyting í Kína sem fólst í mýkingu vissra samhljóða. P-hljóðið nálgaðist b og k-hljóðið varð líkara dj. Stöðlun kínverskunnar hófst undir lok síðasta keisaraveldisins, Qing, árið 1909. Þá hafði hljóðbreytingin þegar átt sér stað og stöðlunin miðaðist við þá mállýsku sem töluð var í norðausturhluta Kína, en þaðan kom Qing-hirðin, og einnig við mállýskuna í Beijing. Stöðlunin hélt áfram eftir að kommúnistar komust til valda og Alþýðulýðveldið Kína var stofnað árið 1949. Þá ákvað ríkisstjórn Kína að búa til nýtt kerfi til að tákna mandarínsk orð og stafi með latnesku stafrófi, en mandarín er sú mállýska sem er opinbert tungumál Kína. Nýja kerfið heitir pinyin og var gert að alþjóðlegum staðli til að tákna mandarínsku árið 1979. Pinyin er meðal annars notað til að kenna útlendingum kínversku og skrifa nöfn kínverskra ríkisborgara á alþjóðlegum vettvangi.

Með pinyin-kerfinu er nafn höfuðborgar Kína skrifað Beijing, og það er heitið sem Kínverjar nota opinberlega í öllum samskiptum við önnur lönd. Þannig eru öll flug frá höfuðborg Kína frá Beijing, pakkar og bréf til Vesturlanda eru send frá Beijing, og Ólympíuleikarnir árið 2008 eru haldnir í Beijing.

Á íslensku er aftur á móti opinberlega talað um höfuðborg Kína sem Peking, svipað og við tölum um höfuðborg Danmerkur sem Kaupmannahöfn. Þannig er sendiráð Íslands í Kína í borginni Peking, flug frá Íslandi til höfuðborgarinnar eru til Peking, og á íslensku eru Ólympíuleikarnir haldnir í Peking.

Í ýmsum mállýskum Kína nálgast framburður Beijing enn umritunina Peking, það á þó ekki við um norðurhluta landsins.

Nafn höfuðborgar Kína skrifað á mandarísku.

Að lokum er rétt að minnast á að það er vafasamt að halda því fram að annað hvort nafnið á höfuðborg Kína sé réttara en hitt. Rétt nafn höfuðborgar Kína er skrifað með mandarískum táknum, en Beijing og Peking eru tilraunir til að skrifa nafnið með gjörólíku stafrófi en upphaflega nafnið er á, og með íslenskum framburði er hvorugt nafnið sérstaklega líkt réttu nafni borgarinnar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og ítarefni:


Ritstjórn þakkar Geir Sigurðssyni fyrir gagnlegar athugasemdir við þetta svar.

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

20.8.2008

Síðast uppfært

21.6.2018

Spyrjandi

Rúna Loftsdóttir

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48687.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 20. ágúst). Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48687

Gunnar Þór Magnússon. „Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48687>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?
Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi.

Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru við störf í Kína. Evrópubúarnir gáfu borginni ekki þetta nafn, heldur er Peking tilraun þeirra til að umrita kínverskt nafn borgarinnar með vestrænu stafrófi. Líklega er umritunin nálægt þeim framburði sem borgin hafði þá. Nafnið festist í sessi og næstu nokkur hundruð ár töluðu flestir Vesturlandabúar um Peking þegar þeir áttu við höfuðborg Kína.



Þýskt póstkort frá því um 1900 þar sem höfuðborg Kína er kölluð Peking.

Frá og með 17. öld varð hljóðbreyting í Kína sem fólst í mýkingu vissra samhljóða. P-hljóðið nálgaðist b og k-hljóðið varð líkara dj. Stöðlun kínverskunnar hófst undir lok síðasta keisaraveldisins, Qing, árið 1909. Þá hafði hljóðbreytingin þegar átt sér stað og stöðlunin miðaðist við þá mállýsku sem töluð var í norðausturhluta Kína, en þaðan kom Qing-hirðin, og einnig við mállýskuna í Beijing. Stöðlunin hélt áfram eftir að kommúnistar komust til valda og Alþýðulýðveldið Kína var stofnað árið 1949. Þá ákvað ríkisstjórn Kína að búa til nýtt kerfi til að tákna mandarínsk orð og stafi með latnesku stafrófi, en mandarín er sú mállýska sem er opinbert tungumál Kína. Nýja kerfið heitir pinyin og var gert að alþjóðlegum staðli til að tákna mandarínsku árið 1979. Pinyin er meðal annars notað til að kenna útlendingum kínversku og skrifa nöfn kínverskra ríkisborgara á alþjóðlegum vettvangi.

Með pinyin-kerfinu er nafn höfuðborgar Kína skrifað Beijing, og það er heitið sem Kínverjar nota opinberlega í öllum samskiptum við önnur lönd. Þannig eru öll flug frá höfuðborg Kína frá Beijing, pakkar og bréf til Vesturlanda eru send frá Beijing, og Ólympíuleikarnir árið 2008 eru haldnir í Beijing.

Á íslensku er aftur á móti opinberlega talað um höfuðborg Kína sem Peking, svipað og við tölum um höfuðborg Danmerkur sem Kaupmannahöfn. Þannig er sendiráð Íslands í Kína í borginni Peking, flug frá Íslandi til höfuðborgarinnar eru til Peking, og á íslensku eru Ólympíuleikarnir haldnir í Peking.

Í ýmsum mállýskum Kína nálgast framburður Beijing enn umritunina Peking, það á þó ekki við um norðurhluta landsins.

Nafn höfuðborgar Kína skrifað á mandarísku.

Að lokum er rétt að minnast á að það er vafasamt að halda því fram að annað hvort nafnið á höfuðborg Kína sé réttara en hitt. Rétt nafn höfuðborgar Kína er skrifað með mandarískum táknum, en Beijing og Peking eru tilraunir til að skrifa nafnið með gjörólíku stafrófi en upphaflega nafnið er á, og með íslenskum framburði er hvorugt nafnið sérstaklega líkt réttu nafni borgarinnar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og ítarefni:


Ritstjórn þakkar Geir Sigurðssyni fyrir gagnlegar athugasemdir við þetta svar....