Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1315 svör fundust
Hver er minnsta kattategundin?
Smæstur villtra katta er sandkötturinn (Felis margarita). Hann er nokkuð minni en heimilisköttur (Felis silvestris catus), fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd. Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Sahara-svæðinu innan landamæra Alsír, Níger o...
Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?
Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir bry...
Hvað komast mörg eintök af Merkúríusi fyrir inni í jörðinni?
Í svari við spurningunni Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum? eftir Sævar Helga Bragason má sjá þvermál fyrir Merkúríus og jörðina. Af tölunum að dæma sjáum við að jörðin er stærri en Merkúríus þó að við getum ekki ályktað strax hve miklu stærri hún er. Áður en við lítum be...
Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?
Menn hafa lengi velt lífi í geimnum fyrir sér enda er geimurinn gríðarstór. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hversu stór alheimurinn er en meira má lesa um það í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? Í okkar sólkerfi eru 8 reikistjörnur, þar á m...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast...
Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?
Dróni er samkvæmt íslenskri orðabók fjarstýrt loftfar. Drónar eru ómönnuð loftför en samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 er loftfar sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar. Lögin gilda því um dróna. Einnig er reglugerð nr. 770/2010 um f...
Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?
Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni hans snúa öll að ljósfræði; ýmist eðlisfræði gasleisa (e. gas laser), litrófseiginleikum smærri sameinda á innrauða litrófsbilinu, snefilefnagreiningu í gasfasa með háupplausnar leisigeislum og svokallaðri ljós...
Hvað er frumstæð kvika og hvað er þróuð kvika?
Þegar jarðfræðingar tala um frumstæða kviku merkir það einfaldlega að efnasamsetning kvikunnar gefi til kynna að hún hafi borist af miklu dýpi án þess að staldra við í jarðskorpunni á leið sinni upp á yfirborðið. Þróuð kvika er síðan andstæðan, það er kvika sem hefur stöðvast um hríð á nokkru dýpi í jarðskorpun...
Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar? Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjóru...
Hvort mengar umhverfið meira: Að sigla á fraktskipi eða fljúga flugvél yfir Atlantshafið?
Bruni eldsneytis veldur loftmengun þar sem hann myndar heilsuspillandi rykagnir og gastegundir ásamt gróðurhúsalofttegundum. Magn myndefnanna fer aðallega eftir magni eldsneytisins en einnig eftir eldsneytisgerð, í hvernig vél það er brennt, hvernig vélin er keyrð og við hvaða aðstæður. Fraktskip sem siglir ti...
Hvað eru til margar tegundir sela í heiminum?
Til eru tvær ættir sela, eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Eyrnaselir greinast í tvær undirættir, loðseli (Arctocephalinae) og sæljón (Otariinae). Af eiginlegum selum eru þekktar 19 tegundir, þar af er ein úttdauð, en 16 tegundir tilheyra eyrnaselum, þar af ein útdauð. Alls eru tegundir núlifa...
Af hverju er loftið ósnertanlegt?
Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...
Af hverju verða svona margir jarðskjálftar við Grímsey?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þan...
Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...
Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?
Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...