
Basaltið sem kemur upp í Geldingadölum er mun frumstæðara heldur en mestallt basalt sem komið hefur upp á Reykjanesskaga síðustu þúsundir ára. Helsta efnafræðilega einkenni frumstæðrar kviku er hátt hlutfall frumefnisins magnesíns. Litlir flöskugrænir dílar í hrauni nefnast ólivín og þeir eru að miklu leyti úr magnesíni. Á hraunmolanum á myndinni sem er úr Geldingadölum má vel greina ólivín.
- ^ Heitið er dregið af litnum. Ólivín er ólífugrænt að lit.
- © Kristinn Ingvarsson.