Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni hans snúa öll að ljósfræði; ýmist eðlisfræði gasleisa (e. gas laser), litrófseiginleikum smærri sameinda á innrauða litrófsbilinu, snefilefnagreiningu í gasfasa með háupplausnar leisigeislum og svokallaðri ljósómun (e. photoacoustics) eða eðlisfræði gróðurhúsahrifa.

Lágþrýstir gasleisar á innrauða bilinu vinna með strjált litróf (e. discrete spectrum), en með því að hækka vinnuþrýsting þeirra má stækka tíðniglugga hverrar litrófslínu og fá þannig aðgang að nýjum litrófsbilum sem ekki voru aðgengileg áður með sömu upplausn eða afli. Tilsvarandi fæst minni skörun ísogslína í blöndu snefilefna við lægri þrýsting. Aðgreining framlaga stakra sameindategunda til heildarrófs batnar því með lækkun þrýstings sýnis og hækkun vinnuþrýstings gasleisis.

Rannsóknaviðfangsefni Ara Ólafssonar snúa öll að ljósfræði.

Næmasta leið til að ná tengslum við sameindir fæst með því að fylgjast með aförvun þeirra eftir örvun með leisigeisla. Árekstrar eru ráðandi um slökun á innrauða bilinu og örvunarorkan breytist í varmaorku svo bæði hitastig og þrýstingur hækka tímabundið. Styrkmótun örvunar gefur því svörun í þrýstingsmótun, það er með hljóði. Fyrirbærið kallast ljósómun. Varmageislun ísogsvirkra sameinda í andrúmslofti og ísog þeirra mynda fyrirbærið sem kallast gróðurhúsahrif. Varmageislunin er breytileg með tíðni ljóseindanna, hitastigi og þrýstingi í lofthjúpnum. Fyrirbærið dregur úr orkustraumi geislunar frá yfirborði jarðar, hitar andrúmsloftið við vissar aðstæður en kælir annarsstaðar.

Ari hefur verið í rannsóknasamvinnu við kollega við Kaupmannahafnarháskóla, Nijmegen-háskólann, Landbúnaðarháskólann í Wageningen og Lille-háskólann.

Ari fæddist 1950, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970, BS-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1974, Magisters-gráðu í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1983 og PhD-gráðu í eðlisfræði frá sama skóla 1990. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands síðan.

Ara hafa verið veittar fjórar viðurkenningar fyrir vísindamiðlun. Hann var verðlaunaður fyrir að vinna ötullega að eflingu raungreina á grunnskólastigi árið 2001. Hlaut fyrstu Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS 2006 og hlut í sömu verðlaunum árið 2012, fyrir framlag sitt til Háskólalestarinnar. Árið 2015 fékk hann verðlaun Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ fyrir vísindamiðlun.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

Athugasemd ritstjórnar: Ensku orðin "laser" og "photoacoustics" þýðir Ari sem leisir og ljósómun. Í orðasafni Eðlisfræðifélags Íslands eru sömu hugtök þýdd með orðunum leysir og ljóshljóðun.

Útgáfudagur

24.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 24. október 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76353.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 24. október). Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76353

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76353>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?
Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni hans snúa öll að ljósfræði; ýmist eðlisfræði gasleisa (e. gas laser), litrófseiginleikum smærri sameinda á innrauða litrófsbilinu, snefilefnagreiningu í gasfasa með háupplausnar leisigeislum og svokallaðri ljósómun (e. photoacoustics) eða eðlisfræði gróðurhúsahrifa.

Lágþrýstir gasleisar á innrauða bilinu vinna með strjált litróf (e. discrete spectrum), en með því að hækka vinnuþrýsting þeirra má stækka tíðniglugga hverrar litrófslínu og fá þannig aðgang að nýjum litrófsbilum sem ekki voru aðgengileg áður með sömu upplausn eða afli. Tilsvarandi fæst minni skörun ísogslína í blöndu snefilefna við lægri þrýsting. Aðgreining framlaga stakra sameindategunda til heildarrófs batnar því með lækkun þrýstings sýnis og hækkun vinnuþrýstings gasleisis.

Rannsóknaviðfangsefni Ara Ólafssonar snúa öll að ljósfræði.

Næmasta leið til að ná tengslum við sameindir fæst með því að fylgjast með aförvun þeirra eftir örvun með leisigeisla. Árekstrar eru ráðandi um slökun á innrauða bilinu og örvunarorkan breytist í varmaorku svo bæði hitastig og þrýstingur hækka tímabundið. Styrkmótun örvunar gefur því svörun í þrýstingsmótun, það er með hljóði. Fyrirbærið kallast ljósómun. Varmageislun ísogsvirkra sameinda í andrúmslofti og ísog þeirra mynda fyrirbærið sem kallast gróðurhúsahrif. Varmageislunin er breytileg með tíðni ljóseindanna, hitastigi og þrýstingi í lofthjúpnum. Fyrirbærið dregur úr orkustraumi geislunar frá yfirborði jarðar, hitar andrúmsloftið við vissar aðstæður en kælir annarsstaðar.

Ari hefur verið í rannsóknasamvinnu við kollega við Kaupmannahafnarháskóla, Nijmegen-háskólann, Landbúnaðarháskólann í Wageningen og Lille-háskólann.

Ari fæddist 1950, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970, BS-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1974, Magisters-gráðu í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1983 og PhD-gráðu í eðlisfræði frá sama skóla 1990. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands síðan.

Ara hafa verið veittar fjórar viðurkenningar fyrir vísindamiðlun. Hann var verðlaunaður fyrir að vinna ötullega að eflingu raungreina á grunnskólastigi árið 2001. Hlaut fyrstu Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS 2006 og hlut í sömu verðlaunum árið 2012, fyrir framlag sitt til Háskólalestarinnar. Árið 2015 fékk hann verðlaun Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ fyrir vísindamiðlun.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

Athugasemd ritstjórnar: Ensku orðin "laser" og "photoacoustics" þýðir Ari sem leisir og ljósómun. Í orðasafni Eðlisfræðifélags Íslands eru sömu hugtök þýdd með orðunum leysir og ljóshljóðun.

...