Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 881 svör fundust
Hvaða hlutverki gegna kvarkar í eiginleikum efnis?
Ef átt er við efni eins og við sjáum það yfirleitt þá er svarið að bein áhrif kvarka sjást ekki í hreyfingu efnis eða uppbyggingu stærri efniseinda, en fjöldi og tegund kvarka í tiltekinni öreind ræður því hins vegar hver öreindin er. Um það má lesa nánar í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hv...
Hvað orsakar Meniere-sjúkdóm og hver eru einkenni hans?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er Meniere sjúkómur og er hægt að lækna hann? Meniere-sjúkdómur eða völundarsvimi eins og hann er nefndur á íslensku, er sjúkdómur í innra eyra sem orsakast af breytingum á vökvamagni. Sjúkdómurinn einkennist af skyndilegum svima og ógleði, uppköstum, verri heyrn og suði fy...
Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Hvaða tilgangi þjónar álið? Á yfirborði húðarinnar eru fjölmargir svitakirtlar sem gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun líkamshitans. Það gera þeir með því að seyta vatni sem svo gufar upp af húðinni og kælir við það líkamann. Vatnið...
Hvað borða andarungar?
Andarungar þurfa mjög prótínríka fæðu til að vaxa og dafna. Frjósamar tjarnir og vötn eru kjörlendi fyrir andavarp. Andarungarnir éta helst ýmsar skordýralirfur og önnur vatnasmádýr sem innihalda mikið prótín. Andarungar. Reykjavíkurtjörn hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hversu ...
Hvaðan kemur horinn?
Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Þannig getur horið verið mjög misjafnt að gerð og magni. Þurrt hor eða hor sem er fast í sér fæst einungis fram þegar við borum í nefið eða snýtum okkur hressilega og er sú gerð hors ef til vill sú þekktasta. Við sjúklegar uppákomur, þá sérstaklega sýkingar breyti...
Er hægt að mynda loga við það lágt hitastig að menn brenni sig ekki á honum?
Svarið er í stuttu máli sagt NEI ef átt er við venjulegan loga. Hins vegar eru til á rannsóknastofum fyrirbæri sem líkjast logum og eru nógu köld til að svarið sé játandi um þau. Svar við þessari spurningu ræðst af skilgreiningu okkar á loga og því hve lengi hann kann að leika um mannshörund. Ef við gefum...
Af hverju heitir bögglaberi þessu nafni?
Bögglaberi er grind á reiðhjóli, oftast aftan við sætið. Eins og nafnið bendir til á að nota hana til að bera böggla. Orðið böggull er smækkunarorð af 'baggi', og merkir þess vegna 'lítill baggi' eða 'pakki'. Af orðinu böggull er leidd sögnin böggla sem þýðir að 'kuðla' eða 'vöðla', en það á ágætlega við þegar ...
Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?
Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa. Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja....
Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?
Vatn og bensín eru bæði vökvar við stofuhita. Vatn er einungis byggt upp af vatnssameindum og er því hreint efni. Nánar til tekið er vatn efnasamband (e. chemical compound) sem hefur efnaformúluna H2O. Vatnsameindir eru því samsettar úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bensín er hins vegar efnab...
Á hverju nærast sveppir?
Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...
Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum? Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem f...
Af hverju er maður með astma?
Astmi er langvinnur bólgusjúkdómur í berkjum. Í astmakasti leiða vöðvasamdráttur og bólgubreytingar í berkju til þrengsla í öndunarvegi. Sjúklingurinn finnur fyrir andþyngslum, mæði, hósta og surgi eða ýli sem heyrist við útöndun. Þessi einkenni þurfa þó ekki öll að vera til staðar samtímis. Sumir astmasjúklingar...
Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?
Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...
Um hvað snerist Kúbudeilan?
Í stuttu máli snerist Kúbudeilan um vígbúnaðarkapphlaup og pólitískt stolt risaveldanna. Þau áttu bágt með að gefa eftir þegar deilan hafði náð ákveðnu stigi og eins hafa ýmsir fræðimenn fullyrt að Nikita Krúséff Sovétleiðtogi hafi teflt djarfan leik til að styrkja sig í sessi eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima o...
Hvað eru smástirni?
Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...