Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Hvaða tilgangi þjónar álið?Á yfirborði húðarinnar eru fjölmargir svitakirtlar sem gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun líkamshitans. Það gera þeir með því að seyta vatni sem svo gufar upp af húðinni og kælir við það líkamann. Vatnið, sem einnig inniheldur ýmis önnur efni, köllum við svita og er hann lyktarlaus þegar honum er seytt. Örverur á húðinni taka strax til við að brjóta efnin í svitanum niður í önnur efni sem sum hver lykta illa að okkar mati. Þessi illa lyktandi efni eru uppspretta svitalyktar en hún er einkum bundin við handarkrika og nára.
- Svitalyktareyðir sem veitir svitavörn (e. antiperspirant). Þessi svitalyktareyðir lokar svitakirtlum húðarinnar og hindrar svitamyndun. Ef enginn sviti myndast getur ekki myndast svitalykt.
- Svitalyktareyðir (e. deodorant) sem hindrar að örverur líkamans geti umbreytt efnum svitans í önnur illa lyktandi efni.
- Wikipedia. Deodorant. (Sótt 20.2.2023).
- Wikipedia. Perspiration. (Sótt 20.2.2023).
- Mynd: Science on Top. (Sótt 20.2.2023).