Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 415 svör fundust
Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?
Í íslenskum rétti gildir að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Raunar gildir reglan í rétti allra þróaðra lýðræðis- og réttarríkja. Reglan er lögfest í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar en einnig er hana að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að. Þá er mælt fyrir um mikilvægan þátt hen...
Er klónun manna lögleg á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til lög um klónun manna á Íslandi? Er klónun manna lögleg á Íslandi?Eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er klónun? merkir klónun eða einræktun fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Með hugtakinu er átt við það þegar l...
Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?
Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...
Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?
Ríki gefa yfirleitt út tvennskonar vegabréf fyrir ríkisborgara sína, annarsvegar almenn vegabréf og hinsvegar "opinber vegabréf". Hin síðarnefndu skiptast í tvo flokka: diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Um almenn vegabréf gilda lög nr. 136/1998. Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir að utanríkisráðuneytið ge...
Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?
Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali. Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þe...
Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?
Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...
Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?
Lög nr. 21/1991 fjalla um gjaldþrotaskipti. Við úrskurð um gjaldþrotaskipti verður til sérstakur lögaðili, þrotabú, sem tekur við öllum skuldum og eignum skuldara. Allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðarins. Skipaður er skiptastjóri sem fer með forræði búsins en sk...
Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri. Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sj...
Hvernig grafa ár sig niður?
Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...
Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?
Í orðinu málvernd felst hérlendis sú hugsun að efla íslenska tungu og stuðla að varðveislu hennar bæði í rituðu og töluðu máli. Það er gert á ýmsan hátt en þetta mætti nefna sem dæmi:Íslensk málnefnd er lögum samkvæmt málverndar- og málræktarstofnun. Hlutverk hennar er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslens...
Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?
Um greftrun, líkbrennslu og kirkjugarða, gilda lög nr. 36 frá árinu 1993. Í I. kafla þeirra laga er skýrt tekið fram að það eru nánustu aðstandendur sem bera ábyrgð á því að hinn látni sé grafinn eða brenndur. Yfirleitt eru þeir eftirlifandi maki eða niðjar, en nánustu aðstandendur geta einnig verið systkini, ...
Hvaða lög fjalla um innflutning fugla?
Um innflutning dýra, þar með talið fugla, er fjallað í lögum nr. 54/1990. Í 1. gr. þeirra laga eru dýr skilgreind svo: „öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar, að undanskildum manninum, og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.“ Í reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og ...
Hver er helsti munur á að vera giftur og í sambúð, lagalega, tryggingalega, og svo framvegis?
Margir halda að réttaráhrif óvígðrar sambúðar séu hin sömu og hjúskapar, að minnsta kosti þegar óvígð sambúð hefur staðið í einhvern tíma. Í grundvallaratriðum er því þó ekki þannig farið, þrátt fyrir að á undanförnum árið hafi löggjafinn reynt að jafna mun á milli þessara sambúðarforma. Um óskráða sambúð gildir e...
Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?
Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...