Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?

Jón Elvar Guðmundsson

Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.

Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt sé að gera samninga við önnur ríki um gagnkvæma viðurkenningu úrskurða um gjaldþrotaskipti.

Því er það svo að ef slíkur samningur er ekki fyrir hendi þá hefur íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti ekki efnisleg áhrif erlendis með sama hætti og hér á landi.

Frávik geta verið frá þessu ef erlent ríki setur einhliða lög þess efnis að það viðurkenni erlenda gjaldþrotaúrskurði. Þá er rétt að vekja athygli á því að til er samningur milli Norðurlandanna um gjaldþrotaskipti frá 7. nóvember 1933 sem kveður á um að gjaldþrotaúrskurður í einhverju samningsríkjanna nái einnig til eigna þrotamanns í hinum ríkjunum, sbr. lög nr. 21/1934 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um gjaldþrotaskipti.

Heimild
  • Markús Sigurbjörnsson, Gjaldþrotaskipti o.fl.: Handbók, Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Reykjavík, 1992.

Höfundur

héraðsdómslögmaður (hdl.)

Útgáfudagur

31.1.2003

Spyrjandi

Guðmundur Þór Sigurðsson

Tilvísun

Jón Elvar Guðmundsson. „Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3089.

Jón Elvar Guðmundsson. (2003, 31. janúar). Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3089

Jón Elvar Guðmundsson. „Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3089>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?
Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.

Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt sé að gera samninga við önnur ríki um gagnkvæma viðurkenningu úrskurða um gjaldþrotaskipti.

Því er það svo að ef slíkur samningur er ekki fyrir hendi þá hefur íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti ekki efnisleg áhrif erlendis með sama hætti og hér á landi.

Frávik geta verið frá þessu ef erlent ríki setur einhliða lög þess efnis að það viðurkenni erlenda gjaldþrotaúrskurði. Þá er rétt að vekja athygli á því að til er samningur milli Norðurlandanna um gjaldþrotaskipti frá 7. nóvember 1933 sem kveður á um að gjaldþrotaúrskurður í einhverju samningsríkjanna nái einnig til eigna þrotamanns í hinum ríkjunum, sbr. lög nr. 21/1934 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um gjaldþrotaskipti.

Heimild
  • Markús Sigurbjörnsson, Gjaldþrotaskipti o.fl.: Handbók, Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Reykjavík, 1992.

...