Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?

Stefán Jóhann Stefánsson

Spurningin var upphaflega:
Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á þessum markaði? Hvernig er t.d. tryggt að viðskiptavakar hafi ekki samráð og hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti.

Hér er fyrri hluta hennar svarað.

Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands verslar bankinn með erlendan gjaldeyri, hefur milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og stundar önnur erlend viðskipti sem samrýmast markmiðum og hlutverki bankans. Þá setur bankinn reglur um millibankamarkað með gjaldeyri, samanber reglur nr. 1098/2008 um gjaldeyrismarkað. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglnanna geta þeir orðið aðilar að millibankamarkaði með gjaldeyri (viðskiptavakar), auk Seðlabankans, sem hafa ótakmarkað starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. einnig 1. mgr. 9. gr. reglugerðar um gjaldeyrismál nr. 679/1994. Seðlabanki Íslands veitir aðild að millibankamarkaði með gjaldeyri samkvæmt 2. mgr. 1. gr. sömu reglna.

Seðlabankinn verslar með erlendan gjaldeyri. Hann setur einnig reglur um millibankamarkað með gjaldeyri.

Þeir sem gerast aðilar að millibankamarkaðnum taka á sig umtalsverðar skuldbindingar og fylgist Seðlabankinn með því að skilyrðunum sé fullnægt. Eftirlit Seðlabankans felst í því að formreglum millibankamarkaðarins sé fylgt. Skuldbindingar viðskiptavaka á markaðnum er að finna í áðurnefndum reglum nr. 1098/2008, en þær eru helstar:
  • Gefa upp bindandi kaup- og söluverð evru ef annar markaðsaðili óskar þess og eiga viðskipti á því verði, sbr. nánar 1. mgr. 2. gr. reglnanna.
  • Leiðbeinandi tilboð í evru á móti íslenskri krónu skulu uppfærð í Reuters-viðskiptakerfinu með reglubundnum hætti allan viðskiptadaginn, sbr. nánar 1. mgr. 4. gr. reglnanna.
  • Skila Seðlabankanum viðskiptayfirlitum yfir hvern dag og á því formi sem Seðlabankinn óskar, sbr. nánar 1. mgr. 5. gr. reglnanna.
  • Tilkynna Seðlabankanum hvaða starfsmenn þeirra sinni gjaldeyrisviðskiptum fyrir þeirra hönd á millibankamarkaðinum, tryggja að þeir starfsmenn hafi næga þekkingu til að annast viðskiptin, hafa yfir að ráða fullnægjandi innri eftirlitskerfum til að meta og stýra áhættu í gjaldeyrisviðskiptum og þá skal innra skipulag hjá hverjum aðila vera þannig að skýr skil séu á milli gjaldeyrisviðskipta og frágangs þeirra, sbr. nánar 11. gr. reglnanna.

Í reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisjöfnuð nr. 950/2010 og um lausafjárhlutfall lánastofnana, nr. 266/2017 er að finna frekari skilyrði um gjaldeyrisviðskipti með tilliti til fjármálastöðugleika sjónarmiða.

Myndir:

Höfundur

Stefán Jóhann Stefánsson

ritstjóri í Seðlabanka Íslands

Útgáfudagur

14.11.2017

Síðast uppfært

25.1.2024

Spyrjandi

Finnur Bragason

Tilvísun

Stefán Jóhann Stefánsson. „Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73803.

Stefán Jóhann Stefánsson. (2017, 14. nóvember). Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73803

Stefán Jóhann Stefánsson. „Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73803>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega:

Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á þessum markaði? Hvernig er t.d. tryggt að viðskiptavakar hafi ekki samráð og hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti.

Hér er fyrri hluta hennar svarað.

Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands verslar bankinn með erlendan gjaldeyri, hefur milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og stundar önnur erlend viðskipti sem samrýmast markmiðum og hlutverki bankans. Þá setur bankinn reglur um millibankamarkað með gjaldeyri, samanber reglur nr. 1098/2008 um gjaldeyrismarkað. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglnanna geta þeir orðið aðilar að millibankamarkaði með gjaldeyri (viðskiptavakar), auk Seðlabankans, sem hafa ótakmarkað starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. einnig 1. mgr. 9. gr. reglugerðar um gjaldeyrismál nr. 679/1994. Seðlabanki Íslands veitir aðild að millibankamarkaði með gjaldeyri samkvæmt 2. mgr. 1. gr. sömu reglna.

Seðlabankinn verslar með erlendan gjaldeyri. Hann setur einnig reglur um millibankamarkað með gjaldeyri.

Þeir sem gerast aðilar að millibankamarkaðnum taka á sig umtalsverðar skuldbindingar og fylgist Seðlabankinn með því að skilyrðunum sé fullnægt. Eftirlit Seðlabankans felst í því að formreglum millibankamarkaðarins sé fylgt. Skuldbindingar viðskiptavaka á markaðnum er að finna í áðurnefndum reglum nr. 1098/2008, en þær eru helstar:
  • Gefa upp bindandi kaup- og söluverð evru ef annar markaðsaðili óskar þess og eiga viðskipti á því verði, sbr. nánar 1. mgr. 2. gr. reglnanna.
  • Leiðbeinandi tilboð í evru á móti íslenskri krónu skulu uppfærð í Reuters-viðskiptakerfinu með reglubundnum hætti allan viðskiptadaginn, sbr. nánar 1. mgr. 4. gr. reglnanna.
  • Skila Seðlabankanum viðskiptayfirlitum yfir hvern dag og á því formi sem Seðlabankinn óskar, sbr. nánar 1. mgr. 5. gr. reglnanna.
  • Tilkynna Seðlabankanum hvaða starfsmenn þeirra sinni gjaldeyrisviðskiptum fyrir þeirra hönd á millibankamarkaðinum, tryggja að þeir starfsmenn hafi næga þekkingu til að annast viðskiptin, hafa yfir að ráða fullnægjandi innri eftirlitskerfum til að meta og stýra áhættu í gjaldeyrisviðskiptum og þá skal innra skipulag hjá hverjum aðila vera þannig að skýr skil séu á milli gjaldeyrisviðskipta og frágangs þeirra, sbr. nánar 11. gr. reglnanna.

Í reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisjöfnuð nr. 950/2010 og um lausafjárhlutfall lánastofnana, nr. 266/2017 er að finna frekari skilyrði um gjaldeyrisviðskipti með tilliti til fjármálastöðugleika sjónarmiða.

Myndir:

...