Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?

Salvör Nordal

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra?

Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri.

Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins við 16 ára aldur og geta þá veitt samþykki sitt fyrir bólusetningum, sem og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, samkvæmt VI. kafla laga um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, óháð vilja eða samþykki forsjáraðila.

Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins.

Börn hér á landi verða sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins við 16 ára aldur og geta þá veitt samþykki sitt fyrir bólusetningum, sem og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.

Í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, er rík áhersla lögð á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Það þýðir að þó svo að foreldrar sem fara með forsjá barns veiti samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára, skal eftir því sem kostur er hafa börn með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Í 1. mgr. 26. gr. laga um réttindi sjúklinga er kveðið á um þetta og tiltekið sérstaklega að börn 12 ára og eldri skuli alltaf hafa með í ráðum þegar samþykki er veitt. Neiti foreldrar sem fara með forsjá barns að samþykkja nauðsynlega meðferð skal læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður snúa sér til barnaverndaryfirvalda, sbr. ákvæði barnaverndarlaga. Samráðsskylda foreldra við barn er einnig áréttuð í ákvæðum barnalaga, nr. 76/2003, en samkvæmt 5. mgr. 28. gr. laganna ber foreldrum að hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til. Skal afstaða barns fá aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskast.

Mikilvægt er að börn yngri en 16 ára geti leitað ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldra. Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins. Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.

Mynd:

Höfundur

Salvör Nordal

umboðsmaður barna og prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

20.1.2022

Spyrjandi

Birgir Hermannsson

Tilvísun

Salvör Nordal. „Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83008.

Salvör Nordal. (2022, 20. janúar). Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83008

Salvör Nordal. „Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83008>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra?

Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri.

Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins við 16 ára aldur og geta þá veitt samþykki sitt fyrir bólusetningum, sem og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, samkvæmt VI. kafla laga um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, óháð vilja eða samþykki forsjáraðila.

Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins.

Börn hér á landi verða sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins við 16 ára aldur og geta þá veitt samþykki sitt fyrir bólusetningum, sem og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.

Í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, er rík áhersla lögð á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Það þýðir að þó svo að foreldrar sem fara með forsjá barns veiti samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára, skal eftir því sem kostur er hafa börn með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Í 1. mgr. 26. gr. laga um réttindi sjúklinga er kveðið á um þetta og tiltekið sérstaklega að börn 12 ára og eldri skuli alltaf hafa með í ráðum þegar samþykki er veitt. Neiti foreldrar sem fara með forsjá barns að samþykkja nauðsynlega meðferð skal læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður snúa sér til barnaverndaryfirvalda, sbr. ákvæði barnaverndarlaga. Samráðsskylda foreldra við barn er einnig áréttuð í ákvæðum barnalaga, nr. 76/2003, en samkvæmt 5. mgr. 28. gr. laganna ber foreldrum að hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til. Skal afstaða barns fá aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskast.

Mikilvægt er að börn yngri en 16 ára geti leitað ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldra. Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins. Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.

Mynd:...