Þar segir að sönnunarbyrði um sekt sakbornings og atvik sem telja má honum í óhag hvíli á ákæruvaldinu (in dubio pro reo). Önnur mgr. 70. gr. á aðeins við um refsiverð afbrot. Því telst ekki brotið gegn ákvæðinu þótt maður sem til dæmis hefur verið sýknaður í refsimáli af ákæru um líkamsáraás sé dæmdur síðar í einkamáli til bótagreiðslu til tjónþola, að uppfylltum skilyrðum þess að bótaskylda hafi stofnast samkvæmt reglum skaðabótaréttarins. Hér verður að hafa í huga að skaðabætur teljast í íslenskum rétti ekki til refsinga, heldur er þeim aðeins ætlað það hlutverk að bæta tjónþola tjón sitt. Maður sem dæmdur er til að greiða skaðabætur telst þannig ekki afbrotamaður þótt hann kunni að bera sök á tjóni (eða jafnvel ábyrgð án sakar, svokallaða hlutlæga ábyrgð). Heimild
- Gunnar G. Schram, Stjórnskipunarréttur, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1997.