Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 15 svör fundust
Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?
Takteinn var glóandi járnteinn sem borinn var við járnburð þegar menn þurftu að reyna að sanna sakleysi sitt. Ef maður bar slíkan glóandi tein án þess að brenna taldist hann saklaus. Um taktein í þessari merkingu eru til heimildir frá 17. öld í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683, í orðabókarhandriti frá 18. öl...
Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?
Í íslenskum rétti gildir að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Raunar gildir reglan í rétti allra þróaðra lýðræðis- og réttarríkja. Reglan er lögfest í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar en einnig er hana að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að. Þá er mælt fyrir um mikilvægan þátt hen...
Hvers konar skáld var William Blake?
Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...
Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?
Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþ...
Hvað eiga menn við þegar bakari er hengdur fyrir smið?
Orðasambandið að hengja bakara fyrir smið er fengið að láni úr dönsku og þekkist í málinu að minnsta kosti frá fyrri hluta 19. aldar. Merkingin er að saklausum er refsað fyrir það sem annar gerði. Í bókstaflegri merkingu er það smiðurinn sem er hinn seki en bakarinn er hengdur saklaus. Orðasambandið er í dönsk...
Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?
Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjan...
Af hverju heldur fólk að storkurinn komi með börnin?
Það er fullmikið sagt að fólk trúi því að storkurinn komi með börnin. Hér er um að ræða hefðbundna hugmynd sem stundum er haldið að börnum þegar fullorðnir nenna ekki að lýsa í smáatriðum hvernig börnin verða til. Sumir eru líka haldnir þeirri hugmynd að eitthvað sé óviðurkvæmilegt við samfarir karla og kvenna og ...
Hver var Eratosþenes?
Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...
Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?
Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...
Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...
Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?
Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...
Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?
Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum. ...
Er vitað hvaða sjúkdómur hrjáði Jón þumlung?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um Jón þumlung og píslarsögu hans? Jón „þumlungur“ sem svo var oft nefndur hét Jón Magnússon og var um miðbik 17. aldar sóknarprestur að Eyri í Skutulsfirði, þar sem nú er Ísafjarðarbær. Séra Jón Magnússon er þekktastur fyrir að hafa orðið til þe...
Hvernig byrjaði galdrafárið á Íslandi og hvert var hlutverk almennings?
Hugtakið „galdrafár“ hlýtur að taka mið af ofsóknum í garð meintra galdranorna og galdrakarla, fremur en athöfnum þeirra sem slíkra. Slíkar ofsóknir urðu hvað ákafastar í flestum löndum Vestur-Evrópu á síðustu árum 16. aldar og fram eftir 17. öld, þannig að tugir þúsunda voru teknar af lífi, einkum konur. Á Ísland...
Hver er áhrifamesta ljósmynd sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hver er áhrifamesta ljósmynd sem tekin hefur verið? Er einhver leið til að meta það? Í raun er engri vísindalegri aðferð beitt til að meta áhrif ljósmynda á einstaklinga, almenningsálitið, stjórnmálamenn eða aðra sem völd hafa í samfélaginu, en nokkrar myndir hafa náð það mikill...