Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþýsku sem sunte, sunta (í nýháþýsku Sünde), fornfrísnesku sem sende, miðlágþýsku sem sünde, miðhollensku sem sonde, sunde (hollensku zonde), fornensku sem synn (ensku sinn). Í öllum norrænum málum er notuð myndin synd. Í gotnesku, sem telst eina austur-germanska málið, kemur orðið ekki fyrir en heimildir um það mál eru nær eingöngu þýðing á Nýja-testamentinu.

Orðið synd er talið tvímynd við syn en upphafleg merking þess orðs er ‘sannleikur’. Það er nú oftast notað sem síðari liður samsetninga eins og nauðsyn. Síðar þróast merkingin yfir í ‘sönnun á sakleysi, neitun, afsönnun á sök’. Synd og syn eru skyld lýsingarorðinu sannur. Upphafleg merking orðsins synd er talin ‘viðurkenning á sök’, það er sannleiksviðurkenning’ en þróast síðar yfir í þá merkingu sem notuð er í dag.

Um orðið synd hefur Halldór Halldórsson skrifað í Scientia Islandica 1968:60–64 („Synd – An Old-Saxon Loanword“). Einnig má benda á umfjöllun um synd í ritinu Våre arveord eftir Harald Bjorvand og Fredrik Otto Lindeman. Oslo 2000, bls 898.



Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.6.2001

Spyrjandi

Bernharður Kristinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1728.

Guðrún Kvaran. (2001, 22. júní). Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1728

Guðrún Kvaran. „Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1728>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?
Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþýsku sem sunte, sunta (í nýháþýsku Sünde), fornfrísnesku sem sende, miðlágþýsku sem sünde, miðhollensku sem sonde, sunde (hollensku zonde), fornensku sem synn (ensku sinn). Í öllum norrænum málum er notuð myndin synd. Í gotnesku, sem telst eina austur-germanska málið, kemur orðið ekki fyrir en heimildir um það mál eru nær eingöngu þýðing á Nýja-testamentinu.

Orðið synd er talið tvímynd við syn en upphafleg merking þess orðs er ‘sannleikur’. Það er nú oftast notað sem síðari liður samsetninga eins og nauðsyn. Síðar þróast merkingin yfir í ‘sönnun á sakleysi, neitun, afsönnun á sök’. Synd og syn eru skyld lýsingarorðinu sannur. Upphafleg merking orðsins synd er talin ‘viðurkenning á sök’, það er sannleiksviðurkenning’ en þróast síðar yfir í þá merkingu sem notuð er í dag.

Um orðið synd hefur Halldór Halldórsson skrifað í Scientia Islandica 1968:60–64 („Synd – An Old-Saxon Loanword“). Einnig má benda á umfjöllun um synd í ritinu Våre arveord eftir Harald Bjorvand og Fredrik Otto Lindeman. Oslo 2000, bls 898.



Mynd: HB...