Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?

Ívar Daði Þorvaldsson

Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjanna en stjörnurnar tákna fjölda fylkja í Bandaríkjunum. Í upphafi voru því augljóslega jafnmargar rendur og stjörnur.


13 stjörnu fáni.

Bandaríski fáninn breytist þegar nýtt fylki verður hluti að Bandaríkjunum og er núverandi fáni Bandaríkjanna sá 27. í röðinni. Sumir fánanna staldra styttra við en aðrir en níu þeirra hafa einungis verið í notkun í eitt ár en þann 4. júlí árið 2010 hefur núverandi fáni verið óbreyttur í 40 ár, lengst af öllum. Breytingar á fánanum hafa nær alltaf farið fram 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 14. júní er hins vegar fánadagur, með vísun í fyrstu fánalögin.


Núverandi fáni Bandaríkjanna. Í honum eru 50 stjörnur.

Fylki Bandaríkjanna eru 50 talsins og þar með eru stjörnurnar í núverandi fána Bandaríkjanna jafnmargar. Stjörnurnar eru fimmarma og koma fyrir í 9 láréttum línum og 11 lóðréttum. Í þeim láréttu skiptast á 5 og 6 stjörnur en 6 stjörnur eru í efstu og neðstu línu.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út bókina Our Flag eða Fáninn okkar árið 1989. Þar kemur fram að litirnir blár, hvítur og rauður hafi upprunalega ekki átt að hafa neina sérstaka merkingu. Í bókinni kemur fram að maður að nafni Charles Thompson, en hann var ritari þings (e. Continental Congress) sem kom saman í Bandaríkjunum á árunum 1774-1789, hafi útskýrt litina. Þar segir hann að hvíti liturinn tákni hreinleika og sakleysi, sá rauði hreysti og hugrekki og sá blái árvekni, þrautseigju og réttlæti.


Þessi fáni er kenndur við Sumtervirki úr borgarastríði Bandaríkjanna (1861-1865). Í honum eru 33 stjörnur.

Allt fram til 24. júní árið 1912 voru ekki til samræmdar reglur um hlutfall fánans og hvernig stjörnunum skyldi raðað. Þess vegna má finna ýmsar útgáfur af gömlum fánum. Ekki er vitað með vissu hver hannaði fyrsta fánann en þingmaðurinn Francis Hopkinson er talinn líklegasti hönnuðurinn. Aftur á móti er saumakonan Betsy Ross talin hafa búið til fyrsta fánann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.10.2010

Spyrjandi

Eyþór Traustason, f. 1995

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?“ Vísindavefurinn, 28. október 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29764.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 28. október). Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29764

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29764>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?
Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjanna en stjörnurnar tákna fjölda fylkja í Bandaríkjunum. Í upphafi voru því augljóslega jafnmargar rendur og stjörnur.


13 stjörnu fáni.

Bandaríski fáninn breytist þegar nýtt fylki verður hluti að Bandaríkjunum og er núverandi fáni Bandaríkjanna sá 27. í röðinni. Sumir fánanna staldra styttra við en aðrir en níu þeirra hafa einungis verið í notkun í eitt ár en þann 4. júlí árið 2010 hefur núverandi fáni verið óbreyttur í 40 ár, lengst af öllum. Breytingar á fánanum hafa nær alltaf farið fram 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 14. júní er hins vegar fánadagur, með vísun í fyrstu fánalögin.


Núverandi fáni Bandaríkjanna. Í honum eru 50 stjörnur.

Fylki Bandaríkjanna eru 50 talsins og þar með eru stjörnurnar í núverandi fána Bandaríkjanna jafnmargar. Stjörnurnar eru fimmarma og koma fyrir í 9 láréttum línum og 11 lóðréttum. Í þeim láréttu skiptast á 5 og 6 stjörnur en 6 stjörnur eru í efstu og neðstu línu.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út bókina Our Flag eða Fáninn okkar árið 1989. Þar kemur fram að litirnir blár, hvítur og rauður hafi upprunalega ekki átt að hafa neina sérstaka merkingu. Í bókinni kemur fram að maður að nafni Charles Thompson, en hann var ritari þings (e. Continental Congress) sem kom saman í Bandaríkjunum á árunum 1774-1789, hafi útskýrt litina. Þar segir hann að hvíti liturinn tákni hreinleika og sakleysi, sá rauði hreysti og hugrekki og sá blái árvekni, þrautseigju og réttlæti.


Þessi fáni er kenndur við Sumtervirki úr borgarastríði Bandaríkjanna (1861-1865). Í honum eru 33 stjörnur.

Allt fram til 24. júní árið 1912 voru ekki til samræmdar reglur um hlutfall fánans og hvernig stjörnunum skyldi raðað. Þess vegna má finna ýmsar útgáfur af gömlum fánum. Ekki er vitað með vissu hver hannaði fyrsta fánann en þingmaðurinn Francis Hopkinson er talinn líklegasti hönnuðurinn. Aftur á móti er saumakonan Betsy Ross talin hafa búið til fyrsta fánann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir: