Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?

SHJ

Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins.

***

Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn einingar og samheldni og stjörnurnar eru tólf því sú tala er stundum notuð sem tákn um fullkomnun. Fjöldi stjarnanna á því ekki að breytast eftir því sem aðildarlöndum fjölgar.

Tímatal okkar byggir nokkuð á tölunni tólf. Til dæmis er árinu skipt í tólf mánuði og á úrskífu eru tólf stundir. Lærisveinar Jesú voru tólf og töflurnar í hinum forna Rómarrétti einnig.

Sögu fánans má rekja aftur til ársins 1955 þar sem hann var upprunalega notaður af Evrópuráðinu, (e. The Council of Europe). Ráðið hvatti síðar aðrar stofnanir Evrópu til að taka upp fánann og frá árinu 1986 hafa þær, að meðtöldu Evrópusambandinu, notað hann sem tákn um sameinaða Evrópu.

Heimild og mynd:

Höfundur

B.A.-nemi í heimspeki og stjórnmálafræði

Útgáfudagur

9.6.2004

Spyrjandi

Ágúst Már Ágústsson

Tilvísun

SHJ. „Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4332.

SHJ. (2004, 9. júní). Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4332

SHJ. „Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4332>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?
Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins.

***

Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn einingar og samheldni og stjörnurnar eru tólf því sú tala er stundum notuð sem tákn um fullkomnun. Fjöldi stjarnanna á því ekki að breytast eftir því sem aðildarlöndum fjölgar.

Tímatal okkar byggir nokkuð á tölunni tólf. Til dæmis er árinu skipt í tólf mánuði og á úrskífu eru tólf stundir. Lærisveinar Jesú voru tólf og töflurnar í hinum forna Rómarrétti einnig.

Sögu fánans má rekja aftur til ársins 1955 þar sem hann var upprunalega notaður af Evrópuráðinu, (e. The Council of Europe). Ráðið hvatti síðar aðrar stofnanir Evrópu til að taka upp fánann og frá árinu 1986 hafa þær, að meðtöldu Evrópusambandinu, notað hann sem tákn um sameinaða Evrópu.

Heimild og mynd:...