Elstu heimildir Orðabókar Háskólans eru um orðasambandið notað í eintölu, það er að hafa eitthvað á takteini, og eru þær frá miðri 19. öld. Í ritverkinu Þúsund og ein nótt, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi um og upp úr miðri 19. öld, er til dæmis þetta dæmi: ,,Reyndi Aladdin á allar lundir að hlýðnast föður sínum og hafði allt á takteini við gesti sína.“ Eintalan virðist ríkjandi allt fram á 20. öld en síðan verður algengara að nota á takteinum í fleirtölu. Frá 17. öld er einnig dæmi um afbrigðið að leika á takteinum í seðlasafni Orðabókarinnar í sömu merkingu, og frá 17. öld eru einnig elst dæmi um að vera á takteini og takteinum, til dæmis í tímaritinu Andvara (1906: 82): ,,Mótbárurnar eru auðvitað á takteinum hjá þeim, sem helzt vilja búa við gamla lagið.“ Merkingin í orðasamböndunum er að ‘hafa eitthvað við höndina, hafa eitthvað tilbúið’. Hún hefur því aðeins færst frá hinni upprunalegu um járnburðinn en þó ekki langt. Sá sem reiðubúinn var til að sanna sakleysi sitt var tilbúinn til að bera glóandi járnteininn. Sá sem nú hefur eitthvað á takteinum eða er með eitthvað á takteinum er einnig tilbúinn, hefur undirbúið sig. Myndir:
Elstu heimildir Orðabókar Háskólans eru um orðasambandið notað í eintölu, það er að hafa eitthvað á takteini, og eru þær frá miðri 19. öld. Í ritverkinu Þúsund og ein nótt, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi um og upp úr miðri 19. öld, er til dæmis þetta dæmi: ,,Reyndi Aladdin á allar lundir að hlýðnast föður sínum og hafði allt á takteini við gesti sína.“ Eintalan virðist ríkjandi allt fram á 20. öld en síðan verður algengara að nota á takteinum í fleirtölu. Frá 17. öld er einnig dæmi um afbrigðið að leika á takteinum í seðlasafni Orðabókarinnar í sömu merkingu, og frá 17. öld eru einnig elst dæmi um að vera á takteini og takteinum, til dæmis í tímaritinu Andvara (1906: 82): ,,Mótbárurnar eru auðvitað á takteinum hjá þeim, sem helzt vilja búa við gamla lagið.“ Merkingin í orðasamböndunum er að ‘hafa eitthvað við höndina, hafa eitthvað tilbúið’. Hún hefur því aðeins færst frá hinni upprunalegu um járnburðinn en þó ekki langt. Sá sem reiðubúinn var til að sanna sakleysi sitt var tilbúinn til að bera glóandi járnteininn. Sá sem nú hefur eitthvað á takteinum eða er með eitthvað á takteinum er einnig tilbúinn, hefur undirbúið sig. Myndir: