Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 140 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar?

Fyrirstaðan er ekki meiri en svo að þetta er þegar gert og hefur verið gert í mörg ár í talsvert stórum stíl. Þeir sem nota rafmagnstannbursta eru að sjálfsögðu að nýta sér þá orkulind sem nýtt er til að framleiða rafmagnið. Hér á Íslandi notum við að mestu leyti orku fallvatna til þess. Þessi orka verður ti...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?

Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna er kaldara á suðurpólnum en norðurpólnum?

Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti. Amundsen-Scott-rannsóknar...

category-iconJarðvísindi

Hvað er eldský?

Eldský[1] (brímaský) er heitt, nánast glóandi flóð úr eldfjallagufum og gjósku sem geysist með ofsahraða (allt að 500 km/klst) niður hlíðar eldfjalls. Í eldgosi þeytist glóðheit eldfjallagufa upp úr gígnum. Vegna hitans er hún eðlisléttari en andrúmsloftið og stígur því upp — í Heklugosinu 1947 náði gosmökkur...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?

Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?

Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er rökkvun raunverulegt vandamál?

Endurskin og deyfing stuttbylgjugeislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, heldur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru v...

category-iconHeimspeki

Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...

category-iconVeðurfræði

Hvernig myndast snjókorn?

Snjór er gjarnan greindur í flyksur, kornsnjó, ískorn og hagl. Hagl greinist í snjóhagl og íshagl. Flyksur eru algengastar hérlendis, snjóhagl er algengt, kornsnjór nokkuð algengur, ískorn sjaldséð og íshagl sárasjaldgæft. Úrkoma myndast þegar raki þéttist í skýjum. Ef ís er til staðar getur úrkoman fallið sem ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?

Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?

Stjörnumerkið Óríon er að margra mati meðal fegurstu stjörnumerkja himinsins. Í goðafræðinni var Óríon veiðimaðurinn mikli, sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Hann stærði sig af því að geta drepið hvaða skepnu sem var á og var hreykinn af sjálfum sér. Það kom að því að guðirnir fengu nóg af stærilæti Orío...

category-iconVeðurfræði

Hvað er þoka og hvenær geta veðurathugunarmenn notað það hugtak til að lýsa veðrinu?

Veðurathugunarmönnum er ekki ætlað hverju sinni að senda nema eitt af hundrað veðurorðum sem þeir hafa úr að velja. Margt hefur forgang á þokuna. Þoku má aðeins nefna í veðurathugunum sé skyggni minna en 1 km eða hafi verið það undangengna klukkustund. Sé skyggnið meira verður veðrið að heita annað, langoftast þá ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?

Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna varpar eldur engum skugga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kemur ekki skuggi af eldi en eldur getur búið til skugga af öðrum hlutum? Þegar lýst er á hlut fer ljósið að hluta til í gegnum hann, það endurkastast af honum eða er gleypt af hlutnum. Styrkur ljóssins sem kemst í gegn og endar á fletinum fyrir aftan hefur...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna verður vatn hvítt þegar það fellur niður, eins og í fossum?

Endurkasti ljóss frá flötum er skipt í tvo flokka: speglun og ljósdreifingu. Við speglun (e. spatial reflection) ræðst stefna endurvarpaðs ljósgeisla af stefnu upprunageisla miðað við endurvarpsflötinn. Til að flötur geti framkallað spegilmynd af ljósgjafanum þarf endurkastið að vera af þessu tagi. Endurkast...

Fleiri niðurstöður