Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna?
Það er yfirleitt þægilegast að lesa vestræna texta frá vinstri til hægri niður síðuna því að þannig eru samfelldir textar vanalega settir á blaðið. Á öðrum menningarsvæðum er þessu öðruvísi háttað. Arabíska er skrifuð frá hægri til vinstri og í Austur-Asíu er textinn í lóðréttum línum eða dálkum sem eru lesnir ofa...
Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem á dönsku heitir Oizys og er gyðja sorgarinnar. Ég hef aldrei heyrt hennar getið. Er til íslenskt nafn á hana? Forngríska orðið oizys, ὀιζυς, þýðir eymd en þýðendur, eins og Helgi Hálfdanarson og Jón Gísl...
Hvað er Likert-kvarði sem notaður er í spurningakönnunum?
Upprunalega hljóðaði spurningin: Ég hef heyrt talað um Likert þegar fjallað er um spurningakannanir. Hvað er Likert-kvarði? Likert-kvarði er algengasti svarkvarði í spurningakönnunum sem meta viðhorf fólks og skoðanir og fleira þar sem huglægt mat svaranda er grunnur að svari hans. Likert-kvarði er ráðandi ...
Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?
Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...
Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku?
Önnur spurning sem brennur á Andrési er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Spurning hans í heild sinni hljóðaði svona: Kæri vísindavefur. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku. Klassískt svar er við þessari spurningu er að maður eigi að "le...
Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?
Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...
Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær voru fyrstu kristfjárjarðir á Íslandi stofnaðar? Eru ennþá margar kristfjárjarðir á Íslandi? Í seinni tíð er oft rætt um kirkjujarðir eins og um sé að ræða ótiltekinn jarðapott í eigu þjóðkirkjunnar sem stofnunar. Þessi merking öðlaðist líklega fyrst gildi ef...
Hvernig eru nöfnin Björg og Björk fallbeygð?
Við bendum þeim sem þurfa að fletta upp beygingum á orðum, hvort sem það eru mannanöfn eða önnur orð, á síðuna Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Hérna eru upplýsingar sem fundust um nöfnin Björgu og Björk: nfHér erBjörgBjörk þfumBjörguBjörk þgffráBjörguBjörk eftil BjargarBjarkar Nafnið Björg þý...
Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?
Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með orðinu slangur. Það nær yfir óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. Slanguryrðin eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst ...
Hvaða orð rímar við „Elín“?
Til er sérstök íslensk rímorðabók sem er til dæmis til í mörgum skólabókasöfnum. Í Gegni eru meðal annars eftirfarandi upplýsingar um hana:Eiríkur Rögnvaldsson 1955. Íslensk rímorðabók. Reykjavík: Iðunn, 1989. 271 s.Hugmyndir um rímorð má fá einnig fá með rímorðaleit Elíasar Halldórs Ágústssonar á Reiknistofnun. A...
Hvers konar orð er akkorð?
Akkorð er nafnorð og tökuorð í íslensku úr dönsku á 17. öld. Merkingin er ‘samningur; ákvæðisvinna, ákvæðisverk’. Í dönsku er orðið komið úr frönsku accord sem aftur er leitt af sögninni accorder ‘samræma’. Eins og svo oft á franskan rætur að rekja til latínu, ad ‘til, að’ og cordis, eignarfall af cor ‘hjarta’, þa...
Er fagn viðurkennt íslenskt orð?
Orðið fagn er bæði að finna í Íslenskri orðabók og Íslenskri nútímamálsorðabók í merkingunni ‘tilþrifamikið látbragð íþróttamanns sem fagnar góðum árangri í keppni, t.d. við að skora mark í knattspyrnu’. Þetta orð er a.m.k. aldarfjórðungs gamalt í málinu – elsta dæmi sem ég finn um það er í Morgunblaðinu 1998: „Þe...
Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?
Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa...
Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?
Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...
Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við?
Kínverjar, Japanar, Kóreubúar og fleiri þjóðir nota aðra leturgerð en við. Í staðinn fyrir bókstafi nota þeir ýmist myndletur eða atkvæðaskrift. Í þessum málum geta verið mörg þúsund tákn. Í kínversku eru til dæmis um 30.000 tákn, og veldur það augljóslega vandræðum við hönnun lyklaborða fyrir þessi mál. Að hanna ...