Sólin Sólin Rís 06:31 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:22 • Sest 19:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:54 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:31 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:22 • Sest 19:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:54 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys?

Geir Þ. Þórarinsson

Spurningin í heild hljóðaði svona:

Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem á dönsku heitir Oizys og er gyðja sorgarinnar. Ég hef aldrei heyrt hennar getið. Er til íslenskt nafn á hana?

Forngríska orðið oizys, ὀιζυς, þýðir eymd en þýðendur, eins og Helgi Hálfdanarson og Jón Gíslason notuðu einnig íslensku orðin harmur eða kvöl til þess að þýða þetta forngríska orð. Í þýðingum sínum á kviðum Hómers notaði Sveinbjörn Egilsson íslenska orðið raun. Í þessum verkum sem þeir þýddu[1] er orðið notað eins og hvert annað orð og er ekki heiti á gyðju eða annars konar goðmagni. Enda var oizys ekki eiginleg gyðja sem Grikkir tignuðu. Henni voru ekki reist nein hof eða ölturu og henni voru ekki færðar neinar fórnir eða tileinkaðar neinar hátíðir.

Þetta orð kemur einnig fyrir í kvæðum eftir skáldið Hesíódos sem nefnast Goðakyn og Verk og dagar. Hesíódos ætlar sér (einkum í Goðakyni) að rekja uppruna og ætterni guða um leið og hann útskýrir tilurð og skipulag heimsins. Hann lýsir því hvernig heimurinn varð til úr gapinu kaos, χάος. Úr gapinu varð til myrkrið erebos og nóttin (nyx, νύξ) ásamt jörðinni og Erosi. Jörðin gat af sér himininn, fjöllin og sjóinn. Í kjölfarið urðu svo til alls konar verur og öfl.

Aðeins einstaka sinnum eru frumöfl Forngrikkja persónugerð. Svefn og dauði eru til dæmis sendir með Hermesi að sækja kappann Sarpedon sem lést í Trójustríðinu, eins og sést á attískum vasa eftir Evxíþeos sem málarinn Evfróníos er talinn hafa myndskreytt um 515 f.o.t.

Meðal þess sem nóttin gat af sér voru svefn og dauði, svik og eftirsjá (nemesis, νέμεσις) og eymdin oizys, auk annarra systkina. Eins og sést hefur Hesíódos pláss í ættartölu guðanna fyrir ástand af ýmsu tagi (til dæmis svefn og dauða) og tilfinningar (eins og eftirsjá) og jafnvel verknaði (eins og svik) við hliðina á ýmsum verum, sem urðu til í árdaga heimsins, og jafnvel guðanna og afkvæma þeirra. Þá er eymdin oizys einhvers konar frænka risanna Kottosar, Bríareosar og Gýgesar, sem höfðu hundrað hendur; títananna, til dæmis Atlasar, Japetosar og Krónosar; og Ólympsguða eins og Seifs og Póseidons.

Almennt eru þessi frumöfl sem urðu til í árdaga, á undan títönum og Ólympsguðum, ekki nema hálfpersónugerð fyrirbæri og eru sjaldan eða aldrei söguhetjur. Þó bregður persónugervingunum fyrir stöku sinnum. Svefn og dauði (eða blundur og bani, eins og Sveinbjörn Egilsson kallar þá) eru til dæmis sendir með Hermesi að sækja kappann Sarpedon sem lést í Trójustríðinu. Dauða hans er lýst í 16. bók Ilíonskviðu en auk þess er til myndskreyting á vasa frá fornöld sem sýnir þetta atriði (sjá mynd hér fyrir ofan). Um oizysi eru aftur á móti ekki sagðar slíkar sögur. Sem persónugervingur er hún því einungis til sem liður í þeirri ættartöflu guða og vætta sem Hesíódos færir okkur.

Tilvísun:
  1. ^ Það eru verkin Ilíons- og Ódysseifskviða eftir Hómer, leikrit Æskýlosar sem heita Agamemnon og Hollvættir (sem einnig kallast Refsinornir á íslensku) og leikritið Hekúba eftir Evripídes.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

25.6.2024

Spyrjandi

Jón St. Kristjánsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2024, sótt 8. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86766.

Geir Þ. Þórarinsson. (2024, 25. júní). Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86766

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2024. Vefsíða. 8. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86766>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys?
Spurningin í heild hljóðaði svona:

Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem á dönsku heitir Oizys og er gyðja sorgarinnar. Ég hef aldrei heyrt hennar getið. Er til íslenskt nafn á hana?

Forngríska orðið oizys, ὀιζυς, þýðir eymd en þýðendur, eins og Helgi Hálfdanarson og Jón Gíslason notuðu einnig íslensku orðin harmur eða kvöl til þess að þýða þetta forngríska orð. Í þýðingum sínum á kviðum Hómers notaði Sveinbjörn Egilsson íslenska orðið raun. Í þessum verkum sem þeir þýddu[1] er orðið notað eins og hvert annað orð og er ekki heiti á gyðju eða annars konar goðmagni. Enda var oizys ekki eiginleg gyðja sem Grikkir tignuðu. Henni voru ekki reist nein hof eða ölturu og henni voru ekki færðar neinar fórnir eða tileinkaðar neinar hátíðir.

Þetta orð kemur einnig fyrir í kvæðum eftir skáldið Hesíódos sem nefnast Goðakyn og Verk og dagar. Hesíódos ætlar sér (einkum í Goðakyni) að rekja uppruna og ætterni guða um leið og hann útskýrir tilurð og skipulag heimsins. Hann lýsir því hvernig heimurinn varð til úr gapinu kaos, χάος. Úr gapinu varð til myrkrið erebos og nóttin (nyx, νύξ) ásamt jörðinni og Erosi. Jörðin gat af sér himininn, fjöllin og sjóinn. Í kjölfarið urðu svo til alls konar verur og öfl.

Aðeins einstaka sinnum eru frumöfl Forngrikkja persónugerð. Svefn og dauði eru til dæmis sendir með Hermesi að sækja kappann Sarpedon sem lést í Trójustríðinu, eins og sést á attískum vasa eftir Evxíþeos sem málarinn Evfróníos er talinn hafa myndskreytt um 515 f.o.t.

Meðal þess sem nóttin gat af sér voru svefn og dauði, svik og eftirsjá (nemesis, νέμεσις) og eymdin oizys, auk annarra systkina. Eins og sést hefur Hesíódos pláss í ættartölu guðanna fyrir ástand af ýmsu tagi (til dæmis svefn og dauða) og tilfinningar (eins og eftirsjá) og jafnvel verknaði (eins og svik) við hliðina á ýmsum verum, sem urðu til í árdaga heimsins, og jafnvel guðanna og afkvæma þeirra. Þá er eymdin oizys einhvers konar frænka risanna Kottosar, Bríareosar og Gýgesar, sem höfðu hundrað hendur; títananna, til dæmis Atlasar, Japetosar og Krónosar; og Ólympsguða eins og Seifs og Póseidons.

Almennt eru þessi frumöfl sem urðu til í árdaga, á undan títönum og Ólympsguðum, ekki nema hálfpersónugerð fyrirbæri og eru sjaldan eða aldrei söguhetjur. Þó bregður persónugervingunum fyrir stöku sinnum. Svefn og dauði (eða blundur og bani, eins og Sveinbjörn Egilsson kallar þá) eru til dæmis sendir með Hermesi að sækja kappann Sarpedon sem lést í Trójustríðinu. Dauða hans er lýst í 16. bók Ilíonskviðu en auk þess er til myndskreyting á vasa frá fornöld sem sýnir þetta atriði (sjá mynd hér fyrir ofan). Um oizysi eru aftur á móti ekki sagðar slíkar sögur. Sem persónugervingur er hún því einungis til sem liður í þeirri ættartöflu guða og vætta sem Hesíódos færir okkur.

Tilvísun:
  1. ^ Það eru verkin Ilíons- og Ódysseifskviða eftir Hómer, leikrit Æskýlosar sem heita Agamemnon og Hollvættir (sem einnig kallast Refsinornir á íslensku) og leikritið Hekúba eftir Evripídes.

Mynd:...