
Einhverjum gæti fundist orðið fagn óþarft vegna þess að málið á önnur nafnorð mynduð af fagna – orðin fagnaður ‘gleðskapur, veisla’ og fögnuður ‘það að fagna, mikil gleði’ eru leidd af þessari sögn með viðskeytinu -uður. En fagn er sérstök tegund af gleðskap og þess vegna ekkert óeðlilegt að til verði sérstakt orð til að tákna þá merkingu. Á myndinni sést norska fótboltakonan Ada Heberberg fagna sigri með liði sínu Olympique Lyon.
- Feminism and Football. Eugene Weekly. Höfundur myndar Steffen Prößdorf. (Sótt 8.3.2024).