Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við?

Ulrika Andersson

Kínverjar, Japanar, Kóreubúar og fleiri þjóðir nota aðra leturgerð en við. Í staðinn fyrir bókstafi nota þeir ýmist myndletur eða atkvæðaskrift. Í þessum málum geta verið mörg þúsund tákn. Í kínversku eru til dæmis um 30.000 tákn, og veldur það augljóslega vandræðum við hönnun lyklaborða fyrir þessi mál. Að hanna lyklaborð með lyklum fyrir hvert einasta tákn væri fásinna.

Tölvuframleiðendur hafa þess vegna þróað alls kyns forritunarlausnir sem gera það kleift að notast við venjuleg lyklaborð. Lyklaborðin eru afar svipuð að stærð og útliti og þau sem við eigum að venjast og stundum eru einnig á þeim latneskir bókstafir. Einnig er hægt að fá lyklaborð sem aðeins innihalda atkvæðatákn.

Framleiðendur Windows gluggakerfisins nota svonefndan Input Method Editor eða IME til að skrifa myndletur eða atkvæðaskrift. Forritið býður upp á nokkra möguleika, meðal annars þekkir það handskrifuð tákn og einnig er hægt að skrifa latneska bókstafi sem síðan eru þýddir yfir í atkvæði eða orð á skjánum. Forritið reynir síðan að finna rétta táknið fyrir atkvæðið eða orðið. Ef fleiri en eitt tákn kemur til greina eru þau birt og notandinn getur síðan valið á milli þeirra.

Með þessum aðferðum er hægt að skrifa mörg þúsund tákn með því að nota eingöngu venjulegt lyklaborð.



Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd af japönsku lyklaborði með latneskum stöfum er fengin af vefsetrinu www.cyrillic.com

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

24.4.2002

Spyrjandi

Þórey Þórðardóttir
Hrund Gautadóttir

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2335.

Ulrika Andersson. (2002, 24. apríl). Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2335

Ulrika Andersson. „Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2335>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við?
Kínverjar, Japanar, Kóreubúar og fleiri þjóðir nota aðra leturgerð en við. Í staðinn fyrir bókstafi nota þeir ýmist myndletur eða atkvæðaskrift. Í þessum málum geta verið mörg þúsund tákn. Í kínversku eru til dæmis um 30.000 tákn, og veldur það augljóslega vandræðum við hönnun lyklaborða fyrir þessi mál. Að hanna lyklaborð með lyklum fyrir hvert einasta tákn væri fásinna.

Tölvuframleiðendur hafa þess vegna þróað alls kyns forritunarlausnir sem gera það kleift að notast við venjuleg lyklaborð. Lyklaborðin eru afar svipuð að stærð og útliti og þau sem við eigum að venjast og stundum eru einnig á þeim latneskir bókstafir. Einnig er hægt að fá lyklaborð sem aðeins innihalda atkvæðatákn.

Framleiðendur Windows gluggakerfisins nota svonefndan Input Method Editor eða IME til að skrifa myndletur eða atkvæðaskrift. Forritið býður upp á nokkra möguleika, meðal annars þekkir það handskrifuð tákn og einnig er hægt að skrifa latneska bókstafi sem síðan eru þýddir yfir í atkvæði eða orð á skjánum. Forritið reynir síðan að finna rétta táknið fyrir atkvæðið eða orðið. Ef fleiri en eitt tákn kemur til greina eru þau birt og notandinn getur síðan valið á milli þeirra.

Með þessum aðferðum er hægt að skrifa mörg þúsund tákn með því að nota eingöngu venjulegt lyklaborð.



Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd af japönsku lyklaborði með latneskum stöfum er fengin af vefsetrinu www.cyrillic.com...