Lyklaborðið sem þetta svar er skrifað með, aðgerðahnappar í rauðum kassa
Nafnið er tilkomið vegna þess hlutverks takkanna að veita notendum aðgang að séraðgerðum í stýrikerfum og forritum. Þær geta til dæmis falið í sér að hætta eða byrja upp á nýtt í forritum, endurhlaða efni (svo sem notkun F5 í Internet explorer), nálgast BIOS valmynd í tölvum áður en stýrikerfi ræsir sig (oft F2) og svo mætti lengi telja. Hinar ýmsu tegundir lyklaborða hafa mismarga aðgerðahnappa, allt frá engum upp í tólf. Frekara lesefni af Vîsindavefnum:
- Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru? eftir Vigni Má Lýðsson
- Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við? eftir Ulriku Andersson
- Hvers vegna eru tveir enter-takkar á lyklaborðum? eftir EÖÞ
- Hvað merkir Gr á Alt Gr-hnappinum á lyklaborðinu? eftir JGÞ