Að baki liggur danska orðið formørke í sömu merkingu sem fyrst kemur fyrir 1539 en heldur eldra er sænska orðið förmörkia (1526), samanber einnig þýska orðið verfinstern. Nafnorðið formyrkvan, sem myndað er af sögninni, kemur fyrst fyrir í þýðingu Guðbrands Þorlákssonar Ein christilig Og Stuttlig Vnderuijsan … frá 1576. Bæði orðin hafa verið notuð allt fram á okkar tíma. Lýsingarorðið formyrkvaður er einnig sagnleitt. Það virðist ekki hafa verið notað eins mikið og sögnin og nafnorðið. Elsta dæmi í Ritmálskrá Orðabókar Háskólans er frá 1950 en orðið getur vel verið eitthvað eldra. Mynd:
- Turn off . | Toshiba Youth Conference 2011. (Sótt 30. 1. 2014).
Getið þið sagt mér hvaðan orðið ,,formyrkvaður" er komið, já þetta ágæta orð sem Gunnar Dal fann upp út frá pælingum Sókratesar? Væntanlega hefur Gunnar Dal þýtt þetta úr grísku eða ensku?