Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2642 svör fundust
Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?
Í dag eru aðeins tvö ríki í heiminum þar sem fólksfjöldi nær einum milljarði. Kínverjar eru rúmlega 1,3 milljarðar og Indverjar rúmlega 1,2 milljarðar. Spár gera ekki ráð fyrir að nokkurt annað ríki nái að fagna milljarðasta íbúanum. Aðeins tvö lönd falla í flokk þeirra sem hafa fleiri en einn milljarð íbúa og ...
Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?
Erfitt er að segja til um hvenær fyrst var farið að nota punkta og kommur í rituðu máli og upplýsingar um það efni virðast ekki liggja á lausu. Í ýmsum fornum textum, til dæmis hettitískum áletrunum og textum skrifuðum á sanskrít, eru oftast engin sýnileg merki. Í öðrum textum má sjá strik, oftast lóðrétt eða á sk...
Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur?
Áður en rómverska tímatalið barst hingað með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar. Sennilega hefur Íslendingum þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið eftir að þeir settu sér eigin samfélagsreglur með stofnun Alþingis snemma á 10....
Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?
Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...
Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat?
Morgunmatur er oft kallaður mikilvægasta máltíð dagsins. Í bæklingi frá Lýðheilsustöð Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri segir meðal annars: Fæði þeirra, sem borða morgunmat, er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Morgunmatu...
Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?
Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka. Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegun...
Hvað eru margir íbúar í Bandaríkjunum?
Hinn 1. ágúst 1998 er áætlað að um 270 milljónir hafi búið í Bandaríkjunum eða rétt um 1000 sinnum fleiri en á Íslandi (Íslendingar voru um 275 þúsund 1. desember 1998). Búast má við nákvæmari tölum um fjölda Bandaríkjamanna vegna þess að manntal hefur verið nýframkvæmt þegar þetta er skrifað (í júlí 2000) en ...
Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?
Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...
Er hollt að borða bara hráfæði?
Til eru ýmsar skilgreiningar á hráfæði. Í þessu svari verður stuðst við skilgreiningu í pistli eftir Sollu hjá Heilsubankanum. Kjarninn í henni er þessi:Hráfæði er aðferð til að matreiða grænmeti og ávexti, hnetur og fræ, þara og spírur á fjölbreyttan hátt. Hráefnið er ekki hitað upp fyrir 47°C svo að ensím í matv...
Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...
Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?
Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...
Hvað er Austfjarðaþoka?
Í veðurskeytum er talað um þoku sé skyggni innan við einn km, en jafnframt úrkomulaust og hvorki skafrenningur né sandfok. Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka. Austur-Íslandsstraumurinn er tunga af köldum sjó sem liggur til suðurs meðfram...
Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?
Margar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Það yrði efni í langan pistil að fjalla um öll þau grös sem notuð voru í þessum tilgangi en nokkur dæmi skulu hé...
Hvað getið þið sagt mér um John Locke?
John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...
Hvað kemur á eftir yotta í alþjóðlega einingakerfinu?
Yotta er síðasta forskeytið í alþjóðlega einingakerfinu og ekkert kemur þess vegna á eftir því. Yotta er dregið af gríska orðinu októ sem táknar átta, samanber mánuðinn október sem var einu sinni áttundi mánuður ársins eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á j...